Hilma af Klint

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hilma af Klint árið 1901.

Hilma af Klint (26. október 1862 - 21. október 1944) var sænskur listamaður og dulspekingur en málverk hennar eru elstu vestrænu abstraktverkin sem þekkt eru.[1] Töluverður hluti verka hennar kemur á undan fyrstu óhlutbundnu málverkum Kandinskíjs. Hún tilheyrði hópi sem nefndist „þær fimm“ og var hópur kvenna sem hafði áhuga á guðspeki, og deildi trú á mikilvægi þess að reyna að hafa samband við svokallaða „æðstu meistara“; oft með miðilsfundum.[2] Málverk hennar, sem stundum líkjast skýringarmyndum, voru sjónræn framsetning á flóknum andlegum hugmyndum.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Abigail Cain. „What Was the First Abstract Artwork?“ (enska).
  2. Bashkoff, T., ed., et al., Hilma Af Klint (New York: Solomon R. Guggenheim Museum, 2018).
  3. Bashkoff, Tracey, Hilma af Klint: Paintings for the Future, ArtBook, 2018