Mac OS X v10.5

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mac OS X 10.5 "Leopard" er sjötta útgáfa Mac OS X stýrikerfsins frá Apple. Stýrikerfið er aðeins fyrir Mac tölvur. Fyrri útgáfa stýrikerfisins var kölluð Tiger. Leopard var gefin út 26. október 2007. Samkvæmt Apple hefur Leopard 300 breytingar frá Tiger. Apple seinkaði útgáfu stýrikerfisins, í júní 2005 sagði Steve Jobs, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, að Leopard myndi vera gefið út í lok ársins 2006 eða snemma 2007. Ári seinna var því breytt í vor 2007 en 12. apríl 2007 sögðu Apple að því yrði frestað fram í október 2007 vegna iPhone.

Vélbúnaðarkröfur[breyta | breyta frumkóða]

Apple segja að þetta séu vélbúnaðarkröfur fyrir Leopard en fyrir nokkur forrit þarf Intel örgjörva:

  • Intel, PowerPC G5 eða G4 örgjörvi (minnst 867 MHz eða betra)
  • DVD drif (til að setja inn stýrikerfið)
  • Minnst 512 MB af vinnsluminni
  • Minnst 9 GB af lausu plássi á hörðum disk

Leopard var ekki gefið út í mismunandi útgáfum fyrir mismunandi örgjörva heldur útgáf sem keyrir bæði á PowerPC og Intel örgjörvum. Leopard hættir stuðningi á hægum G4 tölvum og öllum G3 tölvum.