Fara í innihald

Þorsteinn Thorarensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorsteinn Thorarensen (26. ágúst 192726. október 2006) var íslenskur blaðamaður, bókaútgefandi og þýðandi. Hann stofnaði bókaútgáfuna Fjölva árið 1966. Fjölvi er einkum þekktur fyrir að hafa fyrstur hafið skipulega útgáfu á myndasögum í bókarformi á íslensku þegar fyrsta bókin í bókaflokknum Ævintýri Tinna kom út árið 1971.

Þorsteinn var afkastamikill þýðandi og má sjá sterk höfundareinkenni á þýðingum hans. Sérstaka athygli vakti húmorinn í Ástríksbókunum sem hann þýddi og gaf út og var stundum sagt að þær væru fyndnari á íslensku en á frummálinu.

Eiginkona Þorsteins var Sigurlaug Bjarnadóttir kennari og alþingismaður og eignuðust þau þrjú börn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.