Flateyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Flateyri

Flateyri

Point rouge.gif

Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þar bjuggu 206 manns árið 2015. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í október árið 1995 féll gríðarlegt snjóflóð á þorpið og fórust 20 manns[1]. Eftir það voru reistir gríðarmiklir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn og hafa þeir a.m.k. einu sinni bjargað byggðinni frá flóði.

Fyrir ofan Flateyri er Eyrarfjall og nær brún þess í um 660 m. Í hlíðum Eyrarfjalls eru tvö gil, Innra-Bæjargil og Skollahvilft en úr þessum giljum hafa snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri komið. Ofan byggðarinnar á Flateyri hafa verið byggðir tveir leiðigarðar til varnar snjóflóðum úr þessum giljum.

Lögbýlið Eyri stóð í brekku rétt fyrir ofan og utan Flateyri. Verslun hófst á Flateyri í lok 18. aldar. Íbúar voru um 100 árið 1890 en um það leyti hóf Hans Ellefsen hvalveiðar frá Flateyri og reisti íbúðarhús á Sólbakka. Í kjölfar þess fjölgaði íbúum hratt og voru þeir um 250 um aldamótin 1900. Flestir voru íbúar Flateyrar árið 1964 en þá voru þeir 550.

Í maí árið 2007 tilkynntu eigendur Kambs, stærsta atvinnufyrirtæki Flateyrar, að þeir myndu hætta útgerð og fiskvinnslu á Flateyri og selja allar eignir félagsins og þar með fiskveiðikvótann. Þar störfuðu 120 manns, 65 í landvinnslu og sjómenn á fimm bátum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.