Jom kippúr-stríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skriðdreki á Gólanhæðum.

Jom kippúr-stríðið (oft umritað yom kippur-stríðið) einnig nefnt ramadanstríðið eða októberstríðið var stríð milli Ísraels annars vegar og bandalags arabaríkja undir forystu Egyptalands og Sýrlands hins vegar. Stríðið var háð dagana 6.–26. október árið 1973. Stríðið hófst með sameiginlegri árás Egyptalands og Sýrlands á Ísrael á jom kippúr, hátíðisdegi gyðinga. Egyptar og Sýrlendingar héldu inn á Sínaískaga og Gólanhæðir tilsvarslega en þeim landsvæðum höfðu Egyptaland og Sýrland tapað í Sex daga stríðinu árið 1967.

Fyrstu tvo sólarhringana varð Egyptum og Sýrlendingum þó nokkuð ágengt en eftir það snerist stríðsreksturinn Ísraelsmönnum í vil. Tveimur vikum seinna höfðu Sýrlendingar verið hraktir burt frá Gólanhæðum. Í suðri ráku Ísraelsmenn fleyg milli tveggja innrásarherja Egypta við Súesskurðinn og höfðu einangrað þriðja her Egypta þegar vopnahlé tók gildi.

Talið er að milli 8500 og 15 þúsund Egyptar og Sýrlendingar hafi látið lífið í átökunum og milli 20 og 35 þúsund hafi særst. Í liði Ísraela létust 2656 manns og 7250 særðust.

Stríðið hafði mikil áhrif á stjórnmál Miðausturlanda.

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • el Badri, Hassan (1979). The Ramadan War, 1973 (Fairfax, Va: T. N. Dupuy Associates Books).
  • Herzog, Chaim (2003). The War of Atonement: The Inside Story of the Yom Kippur War (London: Greenhill Books).
  • Israelyan, Victor. Inside the Kremlin During the Yom Kippur War (University Park, PA: Pennsylvania State University Press).
  • Ma'Oz, Moshe. Syria and Israel: From War to Peacemaking (Oxford: Clarendon Press).
  • Rabinovich, Abraham. The Yom Kippur War: The Epic Encounter That Transformed the Middle East (New York, NY: Schocken Books).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist