Reykjanesbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort af Reykjanesbraut (rauð) og sá hluti Sæbrautar sem tilheyrir henni (Appelsínugul).
Reykjanesbraut og Reykjavík

Reykjanesbraut eða þjóðvegur 41 (áður kölluð Keflavíkurvegur en það heiti á nú við veg 424 sem liggur frá Reykjanesbrautinni gegnum Ytri-Njarðvík og Keflavík) er þjóðvegur sem liggur frá gatnamótum Miklubrautar, Sæbrautar og VesturlandsvegarLeifsstöð á Miðnesi. Vegurinn var fullgerður árið 1912 og lokið var við bundið slitlag árið 1965. Árið 2003 hófust framkvæmdir við tvöföldun vegarins (fjórar akreinar). Miklar tafir urðu á verkinu sem lauk ekki fyrr en í október 2008.[1]

Keflavíkurvegurinn steyptur[breyta | breyta frumkóða]

Í lok ársins 1960 hófust framkvæmdir við nýjan Suðurnesjaveg. Var ákveðið að hafa vegstæðið frá Hafnarfirði suður fyrir Hvassahraun með tilliti til hvar flugvöllur gæti hugsanlega komið í framtíðinni. Þá hefði Sementsverksmiðjan á Akranesi tekið til starfa og var ákveðið að hluti af veginum yrði steinsteyptur. Árið 1962 er unnið við steypu á veginum og eru steyptir 400 m á dag. Þann 26. október 1965 var vegurinn formlega opnaður. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. DV (19. október 2008). „Tvöföld Reykjanesbraut komin í gagnið“. Sótt 10. apríl 2010.
  2. Grindavíkurvegir - saga og minjar, Ómar Smári Ármannsson fyrir Vegagerðina 2012
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.