Fara í innihald

Haraldur Guðbergsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Haraldur Guðbergsson (26. október 1930 - 30. janúar 2013) var íslenskur myndlistarmaður og myndasöguhöfundur sem var þekktastur fyrir myndasögur og myndskreytingar sem byggja á Snorra-Eddu. Hann lærði við Myndlistar- og handíðaskólann og er stundum talinn fyrsti menntaði íslenski myndlistarmaðurinn sem tókst á við myndasöguformið. Myndasaga hans Ævintýri Ása-Þórs birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1964-1965. Árið eftir birtist í Fálkanum myndasagan Sæmundur fróði og sama ár hóf Gylfaginning göngu sína í Lesbókinni og síðan Þrymskviða.

1968 hóf Haraldur að teikna fyrir Spegilinn undir ritstjórn Ása í Bæ en blaðið lagði upp laupana eftir aðeins eitt ár.

1974 hannaði Haraldur sviðsmynd fyrir óperu Jóns Ásgeirssonar, Þrymskviðu. Á sama tíma myndskreytti hann fjölda barna- og námsbóka. 1980 komu út bækurnar Baldursdraumur og Þrymskviða.