Fara í innihald

Alfred Tarski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfred Tarski
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. janúar 1901Varsjá Póllandi)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk„Merkingarfræðilega hugmyndin um sannleikann og undirstöður merkingarfræðinnar“
Helstu kenningar„Merkingarfræðilega hugmyndin um sannleikann og undirstöður merkingarfræðinnar“
Helstu viðfangsefniRökfræði, málspeki

Alfred Tarski (14. janúar 1901, Varsjá Póllandi26. október 1983, Berkeley Kaliforníu) var pólskur rök- og stærðfræðingur. Hann var meðlimur Stærðfræðiskólans í Varsjá á millistríðsárunum og virkur stærðfræðingur í BNA eftir 1939 (þegar hann fór til Bandaríkjana). Hann skrifaði um grannfræði, rúmfræði, mælingafræði, stærðfræðilega rökfræði, mengjafræði og um undirstöður stærðfræðinar en mest um módelfræði og algebrulega rökfræði. Ævisöguritarar hans Anita Feferman og Solomon Feferman (sem lærði undir honum) rituðu að hann væri „einn af mestu rökfræðingum allra tíma“.