Lester B. Pearson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lester B. Pearson

Lester Bowles „Mike“ Pearson (23. apríl 1897 – 27. desember 1972) var kanadískur fræðimaður, stjórnmálamaður og ríkiserindreki sem vann friðarverðlaun Nóbels árið 1957 fyrir að skipuleggja inngrip Sameinuðu þjóðanna í Súesdeiluna. Hann var forsætisráðherra Kanada frá árinu 1963 til 1968 fyrir tvær minnihlutastjórnir Frjálslynda flokksins í röð.

Á meðan Pearson var forsætisráðherra innleiddu ríkisstjórnir hans víðtækari heilbrigðisþjónustu, námslán, eftirlaun og tóku upp kanadíska fánann og kanadísku ríkisorðuna. Ríkisstjórnir hans sameinuðu einnig herafla Kanada.[1] Pearson hélt Kanada utan við Víetnamstríðið og setti á fót nefnd um fjöltyngi og fjölmenningu. Árið 1967 afnam ríkisstjórn hans í reynd dauðarefsingu með því að einskorða hana við fáeina glæpi sem voru síðan lagðir niður árið 1976. Vegna þessara afreka og verka sinna með Sameinuðu þjóðunum og alþjóðastjórnmálum er Pearson gjarnan talinn einn áhrifamesti Kanadamaður 20. aldarinnar[2] og einn besti forsætisráðherra Kanada.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bothwell, Robert. „Lester B. Pearson". The Canadian Encyclopedia. Skoðað 20. febrúar 2016.
  2. MacDonald, L. Ian. "The Best Prime Minister of the Last 50 Years — Pearson, by a landslide", Policy Options, June–July 2003. Accessed 3 April 2014.
  3. S. Azzi, N. Hillmer. "Ranking Canada's best and worst prime ministers",Maclean's, October 2016. Accessed 27 May 2017