John Hume

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Hume

John David Hume (18. janúar 1937 – 3. ágúst 2020[1]) var írskur stjórnmálamaður. Hann fæddist árið 1937 í Derry á Norður-Írlandi. Hann varð virkur í stjórnmála- og mannréttindabaráttu lýðveldissinna á sjöunda áratugnum. Hann var þingmaður á Norður-írska þinginu frá árinu 1969 þar til það var lagt niður árið 1972. Árið 1970 var hann stofnmeðlimur í SDLP (Sósíalíska lýðræðissinnaða verkamannaflokkinn á Norður-Írlandi) og varð formaður flokksins árið 1979. Árið 1983 settist hann á Breska þingið og sat þar til ársins 2005.

Hume var leiðtogi hófsamari afla lýðveldissinna og vann að friðarumleitunum í deilunni á Norður-Írlandi. Þessar umleitanir náðu hápunkti þegar samningur föstudagsins langa var undirritaður árið 1998. Sama ár hlaut hann, ásamt David Trimble sem var leiðtogi hófsamra sambandssinna, friðarverðlaun Nóbels.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Freyr Gígja Gunnarsson (3. ágúst 2020). „Friðarverðlaunahafinn John Hume látinn“. RÚV. Sótt 3. ágúst 2020.