Jane Addams

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jane Addams á yngri árum

Jane Addams (6. september 1860 – 21. maí 1935) var bandarískur frumkvöðull í félagsráðgjöf og á sviði samfélagsvinnu. Hún var baráttumaður landnemahreyfingar sem vann að ýmsum velferðarmálum, var félagsfræðingur, rithöfundur og í forustu kvenfrelsishreyfinga (súffragettu) og baráttumaður fyrir heimsfriði. Jane Addams fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1932.

Jane Addams fæddist í Cedarville í Illinois, faðir hennar var stjórnmálamaður sem barðist fyrir mannréttindum. Jane stundaði nám í stúlknaskólanum Rockford College. Hún ferðaðist til Evrópu og dvaldi í fátækrahverfum Lundúna og kynnti sér Toynbee House en þar var reist til að bæta aðbúnað og líf heimamanna. Jane setti árið 1889 ásamt vinkonu sinni Ellen Gates Starr á fót Hull House í Chicago en það var stórt hús sem stóð í miðju fátækrahverfi og varð að fræðslu-, félags og menningarmiðstöð og samastaður. Þar var fræðsla og kennsla fyrir innflytjendur og áhersla lögð á dans og listir, barnagæsla fyrir útivinnandi konur og herbergi leigð efnalitlu fólki. Jane vann að því að breyta lögum í þágu almennings og bæta stöðu kvenna. Hún vann að umbótamálum með George Herbert Mead og John Dewey og hafði áhrif á kenningar þeirra.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?“. Vísindavefurinn.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.