Fara í innihald

Klas Pontus Arnoldson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klas Pontus Arnoldson
Fæddur27. október 1844
Dáinn20. febrúar 1916 (71 árs)
ÞjóðerniSænskur
StörfÚtgefandi, stjórnmálamaður
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1908)

Klas Pontus Arnoldson (27. október 1844 – 20. febrúar 1916) var sænskur útgefandi, friðarsinni og stjórnmálamaður sem sat á neðri deild sænska þingsins frá 1882 til 1887 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1908 ásamt Fredrik Bajer.

Arnoldson stofnaði Sænska friðar- og gerðardómssambandið árið 1883. Gata í bænum Tumba, K P Arnoldsons väg er nefnd eftir honum og minningarplata um hann stendur í Segersjön í Uttran í Tumba.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Klas Pontus Arnoldson var sonur tónlistarmannsins og óðalsumsjónarmannsins Olofs Andersson (f. 1801[3][4]) og eiginkonu hans, Ingu Charlottu Hagbom von Seth (1803–1869 [2][4][5][6][7]). Að loknu menntaskólanámi hóf Arnoldson störf við járnbrautir og var frá árinu 1871 orðinn umsjónarmaður lestarstöðvar í Tumba. Hann varð ungur frjálslyndur í trúarskoðunum og róttækur í stjórnmálum og samdi greinar í þeim anda fyrir Nordiska dagbladet. Arnoldson varð ritstjóri blaðsins árið 1870 og síðar ritstjóri kristilega samfélagstímaritsins Sanningssökaren. [8] Ásamt Fredrik Bajer var Arnoldson virkur í Norræna fríríkjasambandinu (sv. Nordiska fristats-samfundet), sem sóttist eftir stofnun norræns sambandsríkis með sjálfstjórn fyrir aðildarríkin.

Arnoldson sat á neðri deild sænska þingsins frá 1882 til 1887 í kjördæminu Södertörns domsaga. Hann var lengst af óflokksbundinn þingmaður en var árið 1886 meðlimur í vinstriflokki neðri málstofunnar. Á þingi var Arnoldson forsvarsmaður trúfrelsis, almenns kosningaréttar og sænskrar hlutleysisstefnu. Hann var undir áhrifum af hugmyndum um þjóðarétt og friðarstefnu og stofnaði árið 1883 í þeim anda Sænska friðar- og gerðardómsbandalagið (sv. Svenska Freds- och Skiljedomsföreningen). Hugmyndir Arnoldsons hlutu sterkan hljómgrunn í Noregi og hann studdi sjálfstæði Noregs árin 1895 og 1905.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, Födelse- och dopböcker, SE/GLA/13180/C/7 (1837-1844), bls. 614 Bildid: A0007180_00311
  2. 2,0 2,1 Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, Personalförteckningar, SE/GLA/13180/A I a/3 (1829-1883), bls. 21
  3. Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, In- och utflyttningslängder, SE/GLA/13180/B/2 (1795–1828), bls. 210
  4. 4,0 4,1 Göteborgs Domkyrkoförsamling E:4 (1828–1837) (AID: v33879.b41, NAD: SE/GLA/13180)
  5. Hangelösa AI:4 (1816–1832), bls. 172
  6. Lidköpings församlingars kyrkoarkiv, Inflyttningslängder (inkl. utflyttningslängder), SE/GLA/13330/B I/1 (1816–1845), bls. ? (SVAR Bildid: C0051499_00046)
  7. Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, In- och utflyttningslängder, SE/GLA/13180/B/2 (1795–1828), bls. 222
  8. Inga Sanner: En stad i ljus och mörker. Stockholm 1870-1900. Í "Den skapande staden, ritstj. Erland Sellberg, bls. 301