Klas Pontus Arnoldson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Klas Pontus Arnoldson
Klas Pontus Arnoldson
Fæddur 27. október 1844
Gautaborg, Svíþjóð[1][2]
Látinn 20. febrúar 1916 (71 árs)
Stokkhólmi, Svíþjóð
Þjóðerni Sænskur
Starf/staða Útgefandi, stjórnmálamaður
Verðlaun Nobel prize medal.svg Friðarverðlaun Nóbels (1908)

Klas Pontus Arnoldson (27. október 1844 – 20. febrúar 1916) var sænskur útgefandi, friðarsinni og stjórnmálamaður sem sat á neðri deild sænska þingsins frá 1882 til 1887 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1908 ásamt Fredrik Bajer.

Arnoldson stofnaði Sænska friðar- og gerðardómssambandið árið 1883. Gata í bænum Tumba, K P Arnoldsons väg er nefnd eftir honum og minningarplata um hann stendur í Segersjön í Uttran í Tumba.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Klas Pontus Arnoldson var sonur tónlistarmannsins og óðalsumsjónarmannsins Olofs Andersson (f. 1801[3][4]) og eiginkonu hans, Ingu Charlottu Hagbom von Seth (1803–1869 [2][4][5][6][7]). Að loknu menntaskólanámi hóf Arnoldson störf við járnbrautir og var frá árinu 1871 orðinn umsjónarmaður lestarstöðvar í Tumba. Hann varð ungur frjálslyndur í trúarskoðunum og róttækur í stjórnmálum og samdi greinar í þeim anda fyrir Nordiska dagbladet. Arnoldson varð ritstjóri blaðsins árið 1870 og síðar ritstjóri kristilega samfélagstímaritsins Sanningssökaren. [8] Ásamt Fredrik Bajer var Arnoldson virkur í Norræna fríríkjasambandinu (sv. Nordiska fristats-samfundet), sem sóttist eftir stofnun norræns sambandsríkis með sjálfstjórn fyrir aðildarríkin.

Arnoldson sat á neðri deild sænska þingsins frá 1882 til 1887 í kjördæminu Södertörns domsaga. Hann var lengst af óflokksbundinn þingmaður en var árið 1886 meðlimur í vinstriflokki neðri málstofunnar. Á þingi var Arnoldson forsvarsmaður trúfrelsis, almenns kosningaréttar og sænskrar hlutleysisstefnu. Hann var undir áhrifum af hugmyndum um þjóðarétt og friðarstefnu og stofnaði árið 1883 í þeim anda Sænska friðar- og gerðardómsbandalagið (sv. Svenska Freds- och Skiljedomsföreningen). Hugmyndir Arnoldsons hlutu sterkan hljómgrunn í Noregi og hann studdi sjálfstæði Noregs árin 1895 og 1905.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, Födelse- och dopböcker, SE/GLA/13180/C/7 (1837-1844), bls. 614 Bildid: A0007180_00311
  2. 2,0 2,1 Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, Personalförteckningar, SE/GLA/13180/A I a/3 (1829-1883), bls. 21
  3. Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, In- och utflyttningslängder, SE/GLA/13180/B/2 (1795–1828), bls. 210
  4. 4,0 4,1 Göteborgs Domkyrkoförsamling E:4 (1828–1837) (AID: v33879.b41, NAD: SE/GLA/13180)
  5. Hangelösa AI:4 (1816–1832), bls. 172
  6. Lidköpings församlingars kyrkoarkiv, Inflyttningslängder (inkl. utflyttningslängder), SE/GLA/13330/B I/1 (1816–1845), bls. ? (SVAR Bildid: C0051499_00046)
  7. Göteborgs Gustavi eller Domkyrkoförsamlings kyrkoarkiv, In- och utflyttningslängder, SE/GLA/13180/B/2 (1795–1828), bls. 222
  8. Inga Sanner: En stad i ljus och mörker. Stockholm 1870-1900. Í "Den skapande staden, ritstj. Erland Sellberg, bls. 301