Louis Renault

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Louis Renault
Fæddur21. maí 1843
Dáinn20. febrúar 1916 (71 árs)
ÞjóðerniFranskur
MenntunHáskólinn í Búrgúnd
StörfDómari, lögfræðingur
MakiJuliette Thiaffait (g. 1873)
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1907)

Louis Renault (21. maí 1843 – 20. febrúar 1916) var franskur prófessor í alþjóðarétti. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1907.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Louis Renault var sonur bóksala og hóf störf við lagaháskólann í Dijon árið 1868. Hann varð kennari við lagaháskólann í París árið 1873 og varð prófessor í þjóðarétti við sömu stofnun árið 1881.

Frá árinu 1890 starfaði Remault sem lögfræðiráðgjafi utanríkisráðherra Frakklands og síðan sem dómari við Fasta gerðardóminn í Haag. Hann var jafnframt virkur meðlimur í Alþjóðaréttarstofnuninni.

Louis Renault var í forsvari fyrir stofnun alþjóðlegra gerðardómstóla. Hann var fulltrúi Frakka ásamt Paul Henri Balluet d'Estournelles de Constant og Léon Bourgeois á friðarráðstefnunum í Haag árin 1899 og 1907. Árið 1900 varð Renault heiðursdoktor við Jagielloński-háskólann í Kraká.[1] Renault varð jafnframt meðlimur í frönsku siðfræði- og stjórnmálafræðiakademíunni árið 1901 og hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Ernesto Teodoro Moneta árið 1907.

Frá 1916 til 1918 stýrði Renault Hjálparsamtökum fyrir særða hermenn (fr. Société de Secours aux Blessés Militaires), sem rann árið 1940 inn í franska Rauða krossinn.

Árið 1873 kvæntist Renault Juliette Thiaffait.[2]

Minnisvarðar[breyta | breyta frumkóða]

Myndhöggvarinn Jules Chaplain bjó til bronsplötu með mynd af Louis Renault árið 1906.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Paul Fauchille, Louis Renault (1843-1918) : sa vie, son œuvre, París, Pedone, 1918.
  • L’œuvre internationale de Louis Renault, Les éditions internationales, París, 1932, þrjú bindi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Doktorzy honoris causa, á heimasíðu Jagielloński-háskólans í Kraká.
  2. « Un Autunois prix Nobel de la paix il y a un siècle », article de Lucien Taupenot paru dans la revue « Images de Saône-et-Loire » n° 151 de septembre 2007 (page 21).