Alfred Nobel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alfred Nobel
Alfred Nobel
Fæddur 21. október 1833(1833-10-21)
Fáni Svíþjóðar Stokkhólmur, Svíþjóð
Látinn 10. desember 1896 (63 ára)
Fáni Ítalíu Sanremo, Ítalía
Starf/staða Efnafræðingur, verkfræðingur, frumkvöðull og uppfinningamaður.

Alfred Nobel (21. október 1833 - 10. desember 1896) var sænskur efnafræðingur, verkfræðingur og uppfinningamaður. Hann uppgötvaði dínamít og var eigandi Bofors vopnaverksmiðjanna. Auðlegð hans var notuð til að stofna Nóbelsverðlaunin.

Hann lofaði frið en uppfinningar hans voru notaðar í stríðsskyni. Þessi tvíhyggja er grundvöllur skrifa hans um tilgang Nóbelsverðlaunanna „til sem mestum ávinningi fyrir mannkynið“ í erfðaskrá sinni. Alfred Nobel hafði mikinn áhuga á vísindum og listum og meðal allra vísindaverka var hann einnig höfundur nokkurra skáldskaparverka. Hann samdi ljóð bæði á sænsku og ensku. Hann átti líka bókasafn með tæplega 2.600 bindum sem dreift var á um 1.200 titla, sem flestir voru fagurbókmenntir.[1]

Alfred Nobel stofnaði um 30 fyrirtæki um allan heim.[2] Stundum átti Nobel einungis fjárhagslega hagsmuni í fyrirtæki en tók ekki virkan þátt í stjórnun.

Frá árinu 1901 hefur Nóbelssjóðurinn (Nobelstiftelsen) veitt Nóbelsverðlaunin árlega á dánarafmæli Nobels, 10. desember. Í lok 20. aldar öðlaðist þessi árlegi atburður frekari stöðu þar sem 10. desember var merktur sem Nóbelsdagur í sænskum almanökum og varð almennur fánadagur í Svíþjóð.

Frumefnið nóbelín (No) með atómnúmer 102 er nefnt eftir Alfred Nobel.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Erlandsson, Åke (2002). Alfred Nobels bibliotek : en bibliografi. Stockholm: Atlantis. bls. 9. ISBN 91-7486-630-3. OCLC 54826151.
  2. „Alfred Nobel“. web.archive.org. 26. maí 2013. Archived from the original on 26. maí 2013. Sótt 13. maí 2022.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]