Landsframleiðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um landsframleiðslu í heiminum fyrir árið 2005.
Hagvöxtur beinist hingað.

Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu. Hagvöxtur er mælieining á hlutfallslega breytingu á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsluna er hægt að mæla og sýna á nokkra vegu en algengast er að hún sé sett fram samkvæmt svokallaðri ráðstöfunaraðferð. Hún byggist á því að gera grein fyrir hvernig þeim fjármunum sem verða til í hagkerfinu er ráðstafað.

Gerður er greinarmunur á þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu. Þjóðarframleiðsla er framleiðsla einnar þjóðar þar sem eigur og tekjur erlendra ríkisborgara eru ekki teknar með í reikninginn.

Verg landsframleiðsla (skammstafað VLF á íslensku en GDP eða Gross National Product á ensku) er algengasta leiðin til þess að mæla landsframleiðslu. Það er markaðsvirði allrar vöru og þjónustu, sem framleidd er til endanlegra nota innan lands á tilteknu tímabili. Einnig er hægt að mæla hreina landsframleiðslu og eru þá afskriftir og skuldir dregnar frá.

Landsframleiðsla mælir ekki það sem framleitt er á heimilum til einkanota. Hún mælir ekki heldur óskráð og ólögleg viðskipti innan neðanjarðarhagkerfis.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]