Brúnbjörn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúnbjörn
Brúnbjörn (U. arctos) í Hallo Bay, Katmai National Park, Alaska
Brúnbjörn (U. arctos) í Hallo Bay, Katmai National Park, Alaska
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Bjarndýr (Ursidae)
Ættkvísl: Ursus
Tegund:
U. arctos

Tvínefni
Ursus arctos
Linnaeus, 1758
Útbreiðsla Búnbjarnarinns
Útbreiðsla Búnbjarnarinns

Brúnbjörn eða skógarbjörn (fræðiheiti: Ursus arctos) er stórt bjarndýr sem finnst í Norður Ameríku og Evrasíu. Hann hefur langmesta útbreiðslu allra bjarndýra heimsins.

Vegna þessarar miklu útbreiðslu eru skógarbirnir greindir niður í fjölda deilitegunda. Stærstu meðlimir þessarar tegundar eru svokallaðir alaskabirnir eða kódíakbirnir (Ursus arctos middendorffi), en stærstu karldýr tegundarinnar verða vel yfir 500 kg að þyngd og eru því meðal stærstu landrándýr heims. Risavaxin karldýr hafa veiðst sem hafa vegið allt að 850 kg. Kamtchatkabirnirnir (Ursus arctos beringianus) eru litlu minni. Meðal deilitegunda í Norður-Ameríku er grábjörninn sem á ensku er þekktur undir heitinu grizzly bear.

Almennt gildir um brúnbirni að því norðar sem deilitegundin finnst því stærri eru dýrin, og einnig verða evrasísku birnirnir stærri eftir því sem austar dregur.

Fæða skógarbjarna er meira úr dýraríkinu en hjá öðrum björnum að hvítabjörnum undanskildum. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5707