Fara í innihald

Vetrarstríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vetrarstríðið
Hluti af seinni heimsstyrjöldinni

Finnsk skíðaherdeild í Vetrarstríðinu
Dagsetning30. nóvember 1939 – 13. mars 1940
(3 mánuðir, 1 vika og 6 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða Friðarsáttmáli í Moskvu
Breyting á
yfirráðasvæði
Sovétríkin innlima eyjar í Kirjálabotni, Kirjálanes, allt land umhverfis Ladogavatn að vestan og norðan, Salla og Fiskimannaskaga og fá Hanko að leigu.
Stríðsaðilar

 Finnland

 • Erlendir sjálfboðaliðar

 Sovétríkin

Leiðtogar
Fjöldi hermanna
300.000–340.000 hermenn
32 skriðdrekar
114 flugvélar
425.000–760.000 hermenn
2.514–6.541 skriðdrekar
3.880 flugvélar[1]
Mannfall og tjón
25.904 látnir eða horfnir[2]
43.557 særðir[3]
800–1.100 teknir höndum[4]
20–30 skriðdrekar
62 flugvélar[5]
1 vopnbúinn ísbrjótur laskaður
Skipafloti á Lagodavatni afhentur Sovétríkjunum
70.000 alls
126.875–167.976 látnir eða horfnir[6][7][8][9]
188.671–207.538 særðir eða veikir[6][7] (þ. á m. minnst 61.506 veikir eða frostbitnir[10])
5.572 teknir höndum[11]
1.200–3.543 skriðdrekar[12][13][14]
261–515 flugvélar[14][15]

321.000–381.000 alls

Vetrarstríðið braust út þegar Sovétríkin réðust á Finnland þann 30. nóvember 1939, þremur mánuðum eftir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Sovétríkin voru í framhaldi af því rekin úr Þjóðabandalaginu þann 14. desember. Stalín reiknaði með að hertaka allt Finnland áður en árið væri úti, en mótstaða Finna reyndist sovéska hernum afar erfið, þrátt fyrir að sovésku herdeildirnar hefðu þrefaldan mannafla á við finnska herinn. Finnar héldu út þar til í mars 1940 þegar friðarsamkomulag var undirritað þar sem Finnar urðu að láta af hendi 10% af landsvæði sínu og 20% af helstu iðnaðarsvæðum sínum til Sovétríkjanna.

Útkoma vetrastríðsins er blendnum tilfinningum háð. Þrátt fyrir að sovéski herinn hafi á endanum náð að brjóta varnir Finna á bak aftur, komust hvorki Sovétríkin né Finnland vel frá stríðinu. Mannfall í röðum sovéska hersins var gríðarlegt og breytti áliti annarra þjóða á Sovéska herveldinu. Geta Rauða hersins var mjög véfengd, sem að leiddi til ákvörðunar Hitlers um hrinda af stað Barbarossa-aðgerðinni. Sovéski herinn náði að lokum ekki markmiði sínum um hertöku Finnlands og náði einungis undir sig landsvæði í kringum Ladogavatn. Finnar héldu hinsvegar sjálfstæði sínu og hlutu samúð og velvilja annarra þjóða í sinn garð. Frakkar og Bretar höfðu undirbúið stuðning við Finna í gegnum Norður-Skandinavíu en ekkert var úr því þegar skrifað var undir friðarsamkomulagið þann 15. mars.

Vetrarstríðið (talvisota á finnsku) er að margra áliti hernaðarlegur smánarblettur á fyrrum Sovétríkjunum og var túlkað af sumum sem veikleikamerki á sovéska stjórnkerfinu. Stalín lærði þó af mistökum vetrarstríðsins og áttaði sig á því að pólitísk yfirráð yfir rauða hernum voru ekki lengur ásættanleg. Eftir vetrarstríðið var stjórnskipan hersins breytt, hann gerður nútímalegri og hæfir foringjar settir við stjórnvölinn. Þessi ákvörðum átti eftir að reynast vel síðar gegn innrás Þjóðverja.

Á Íslandi var innrás Sovétríkjanna harðlega gagnrýnd. Allir stjórnmálaflokkar nema Sósíalistaflokkurinn mótmæltu innrásinni. Sömuleiðis var almenningsálitið mjög andsnúið innrásinni. Andstaðan á Íslandi var að sumu leyti vegna þess að Íslendingar óttuðust um eigin stöðu ef stórveldum væri leyfilegt að ráðast á hlutlaus smáríki en ekki síður vegna samkenndar sem Íslendingar fundu með finnum sem norrænu ríki, enda kallaði innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar hvergi nærri á sömu viðbrögð á Íslandi. Stuðningur Sósíalistaflokksins við innrásina gerði þá utanveltu í íslenskum stjórnmálum og reiði annarra flokka í þeirra garð vegna afstöðu þeirra til stríðsins gekk svo langt að aðrir flokkar komu sér saman um að hunsa þá á Alþingi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

 • Guðmundur Halldórsson; Páll Lúðvík Einarsson (3. desember 1989). „Vetrarstríðið“. Morgunblaðið. bls. 20-21.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Kurenmaa, Pekka; Lentilä, Riitta (2005). „Sodan tappiot“. Jatkosodan pikkujättiläinen (finnska).
 • Kílín, Júríj (2007a). „Leningradin sotilaspiirin rajakahakka“. Í Jokisipilä, Markku (ritstjóri). Sodan totuudet. Yksi suomalainen vastaa 5,7 ryssää [Sannleikar stríðs. Einn Finni jafngildir 5,7 Rússum] (finnska). Ajatus.
 • Kantakoski, Pekka (1998). Punaiset panssarit: Puna-armeijan panssarijoukot 1918–1945 [Rauða brynjan: Skriðdrekaafli Rauða hersins, 1918–1945] (finnska). PS-Elso. ISBN 951-98057-0-2.
 • Kílín, Júríj (1999). „Puna-armeijan Stalinin tahdon toteuttajana“ [Rauði herinn sem framkvæmandi vilja Stalíns]. Talvisodan pikkujättiläinen (finnska).
 • Krivosheyev, Grigoriy (1997b). Soviet Casualties and Combat Losses in the Twentieth Century (1. útgáfa). Greenhill Books. ISBN 1-85367-280-7. Afrit af uppruna á 18. janúar 2023. Sótt 12. október 2015.
 • Lentilä, Riitta; Juutilainen, Antti (1999). „Talvisodan uhrit“. Talvisodan pikkujättiläinen.
 • Malmi, Timo (1999). „Suomalaiset sotavangit“ [Finnskir stríðsfangar]. Talvisodan pikkujättiläinen (finnska).
 • Manninen, Ohto (1999b). „Venäläiset sotavangit ja tappiot“ [Rússneskir stríðsfangar og mannfall]. Talvisodan pikkujättiläinen (finnska).
 • Petrov, Pavel (2013). Venäläinen talvisotakirjallisuus: Bibliografia 1939–1945 [Rússneskar bókmenntir vetrarstríðsins: Heimildir 1939–1945] (finnska). Docendo. ISBN 978-952-5912-97-5.
 • Sokolov, Boris (2000). „Путь к миру“ [Leyndarmál rússnesk-finnska stríðsins]. Тайны финской войны (rússneska). ISBN 5-7838-0583-1.
 • Tillotson, H.M. (1993). Finland at Peace & War 1918–1993. Michael Russell. ISBN 0-85955-196-2.
 • Trotter, William R. (2002) [1991]. The Winter War: The Russo–Finnish War of 1939–40 (5. útgáfa). Aurum Press. ISBN 1-85410-881-6.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Trotter (2002), bls. 187
 2. Kurenmaa og Lentilä (2005), bls. 1152
 3. Lentilä og Juutilainen (1999), bls. 821
 4. Malmi (1999), bls. 792
 5. Tillotson (1993), bls. 160
 6. 6,0 6,1 Krivosheyev (1997), bls. 77–78
 7. 7,0 7,1 Kilin (2007b), bls. 91
 8. Petrov (2013)
 9. Sokolov (2000), bls. 340
 10. „РОССИЯ И СССР В ВОЙНАХ XX ВЕКА. Глава III. ЛЮДСКИЕ ПОТЕРИ КРАСНОЙ АРМИИ ЗА ВРЕМЯ ГРАЖДАНСКОЙ ВОЙНЫ И ИНОСТРАННОЙ ВОЕННОЙ ИНТЕРВЕНЦИИ“. rus-sky.com. Afrit af uppruna á 12. maí 2021. Sótt 11. september 2018.
 11. Manninen (1999b), bls. 815
 12. Kilin (1999) bls. 381
 13. Kantakoski (1998), bls. 286
 14. 14,0 14,1 Manninen (1999b), bls. 810–811
 15. Kilin (1999), bls. 381