Fara í innihald

Hefð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Víða í Evrópu eru vel þekktar hefðir um jólin. Hér er dæmigert pólskt jólaborð

Hefð er siðvenja sem er látin ganga frá einni kynslóð til annarrar. Yfirleitt hafa hefðir sérstaka táknræna merkingu í ákveðinni menningu og eiga rætar sínar að rekja til fortíðar. Víða teljast hátíðir og viðhafnarbúningar til hefða, svo dæmi séu nefnd, en hugtakið á líka við um önnur fyrirbæri svo sem kveðjur og matargerð. Hefðir geta staðið yfir í árabil og þó að oft sé gert ráð fyrir að hefðir hafa fornan uppruna voru margar hefðir, hvort sem menningarlegar eða stjórnmálalegar, fundnar upp af ásettu ráði.

Hefðir eru mikilvægur þáttur í menningararfi margra hópa og þjóða. Margar hefðir eiga uppruna sinn í trúarbrögðum en í sumum tilfellum hefur trúarlegum tengslum verið gleymt. Í smærri samfélögum er hætta á að hefðir deyji út séu þær ekki bornar milli kynslóða. Hnattvæðing er oft talin stærsta hótun við hefðir í dag. Í gegnum söguna eru fjölmörg dæmi um tilraunir á að útrýma ákveðna menningu eða þjóð með því að banna minnihlutahópum að halda upp á hefðir sínar. Nú á dögum er víða reynt til að halda gömlum hefðum við þar sem þeim var áður hótað.

Hefðir standa í mótsetningu við markmið nútímahorfa, sérstaklega á sviði lista, þar sem listafólk hefur oft losnað við hefðbundnar aðferðir eða viðhorf í nefni nútímans. Ein afleiðing nútímahorfa er sú að nýjar hefðir skapast þar sem farið hefur verið frá þeim gömlu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.