Skandinavía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skandinavíuskagi á gervihnattarmynd.

Skandinavía er fornt hugtak sem hefur hvorki einhlíta merkingu á íslensku né öðrum málum.

Greina má milli þriggja nota:

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Heitið er dregið af latneska heitinu Scandināvia. Það deilir trúlega uppruna með heitinu Skánn. Bæði heitin Skandinavía og Skánn eru talin eiga upptök í frumgermönsku rótinni *Skaþinawjō (af *skaþô (skaði) og *awjō (ey)) sem síðar myndaði Scedenig í fornensku og Skáney í fornnorrænu,[1] sem er nú Skánn á íslensku. Heitið Skandinavía merkti þá hugsanlega skaðleg ey, sem hefur ef til vill átt við varasamar sandeyrar og sker undan ströndum Skáns.[2]

Elsta heimildin sem nefnir Skandinavíu er Náttúrusaga Pliníusar eldri (23–79 e.Kr.). Ýmsar tilvísanir finnast einnig í ritum eftir Pýþeas, Tacítus, Ptolemaios, Prokopios och Jordanes. Talið er að það heiti sem Pliníus notaði sé af vesturgermönskum uppruna, og hafi í fyrstu átt við Skán.[3]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?“. Vísindavefurinn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Anderson, Carl Edlund (1999). Formation and Resolution of Ideological Contrast in the Early History of Scandinavia Geymt 22 mars 2021 í Wayback Machine. PhD dissertation, Department of Anglo-Saxon, Norse & Celtic (Faculty of English), University of Cambridge, 1999.
  2. Helle, Knut (2003). "Introduction". The Cambridge History of Scandinavia. Ed. E. I. Kouri et al. Cambridge University Press, 2003. ISBN 0-521-47299-7.
  3. Haugen, Einar (1976). The Scandinavian Languages: An Introduction to Their History. Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1976.