Samísk tungumál
Samíska Sámegiella | ||
---|---|---|
Málsvæði | Noregur, Svíþjóð, Finnland og Rússland | |
Heimshluti | Norður-Evrópa, Sápmi | |
Fjöldi málhafa | u.þ.b. 20,000 | |
Sæti | Ekki meðal 100 mest notuðu | |
Ætt | úrölsk mál finnsk-úgrísk mál | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Ekkert. Viss vernd á vissum landfræðilegum svæðum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. | |
Stýrt af | Samísku málnefndinni | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | se (Norðursamíska)
| |
ISO 639-2 | sma, sme, smi, smj, smn, sms
| |
SIL | LKS, LPB, LPC, LPD, LPI, LPL, LPK, LPR, LPT, LPU, SIA
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |

Samíska er samheiti á þeim tungumálum sem töluð eru af Sömum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Samískt mál var áður kallað lappneska en það þykir Sömum niðurlægjandi hugtak á sama hátt og hugtakið „Lappi“.
Samísku tungumálunum er skipt í þrjú málsvæði: austursamísku, miðsamísku og suðursamísku. Það er eftirtektarvert að markalínur samísks málsvæðis liggja aldrei samhliða landamærum.
Austursamísku málunum tilheyra inarisamíska, sem er töluð í Finnlandi umhverfis vatnið Inari, og skoltsamíska sem töluð er bæði í Finnlandi og Rússlandi. Önnur mál, sem töluð eru á Kólaskaga, eru kildinsamíska, akkalasamíska og tersamíska. Miðsamísku má skipta upp í norðursamísku og lulesamísku. Norðursamísku tilheyra sjávarsamíska, sem er töluð á strandsvæðum Noregs, finnmerkursamíska, sem er töluð í Finnmörku í Noregi (m.a. Kautokeino og Karasjokk) og nærliggjandi svæðum í Finnlandi (m.a. Utsjoki) og tornesamíska sem töluð er fyrir norðan Gällivare í Svíþjóð og á nærliggjandi svæðum í Finnlandi og Noregi. Önnur miðsamísk mál eru lulesamíska eða suðursamíska, sem töluð er í Jokkmokk í Svíþjóð og við Tysfjord í Noregi, og arjeplogssamíska sem er töluð á Arjeplogssvæðinu. Til suðursamísku málanna heyra umesamíska, töluð í Vesturbotni, og hin eiginlega suðursamíska sem er töluð í Suður-Vesturbotni og á Jämtlandi í Svíþjóð.
Norðursamísku tala 16-18.000 manns í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, þar af u.þ.b. 9-10.000 í Noregi, 5-6.000 í Svíþjóð og u.þ.b. 2.000 í Finnlandi. Næstum því 85-90% þeirra sem tala samísku tala norðursamísku.
Tungumál[breyta | breyta frumkóða]
Vestursamísku
Austursamísku
Málfræðiágrip[breyta | breyta frumkóða]
Samísk tungumál er afar fjölbreyt mál. Best skilgreinda málið er norðursamíska, en fleiri heimildir eru til um hana en nokkurt annað samískt mál. Sagnirnar beygjast eftir frumlaginu og fá þar með níu mismunandi myndir í nútíð vegna þess að í samísku er ekki einungis eintala og fleirtala heldur einnig tvítala.
Í norðursamísku er fyrirbrigði, svokölluð víxl í lengd og gildi hljóðs, en það þýðir að samhljóðar í kjarna orða breytast við beygingu annaðhvort að lengd eða að eiginleika t.d. loddi (fugl) – lotti (fuglsins). Mörg dæmi eru til um samhljóðavíxl sem skipta máli við beygingar á sögnum og nafnorðum. Nærri allir samhljóðaklasar eru til í tveim eða þrem stigum, til dæmis á norðursamísku boahtte 'komandi' (stig 3), boahtit 'að koma' (stig 2), boađán 'ég kem' (stig 1).
Í samísku fá fallorð, þ.e. nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og töluorð, mjög oft mismunandi beygingarmyndir í stað forsetninga, t.d. váris (á fjöllum) sem er beygingarmynd (staðarfall) af várri (fjöll). Í norðursamísku eru átta föll, en flestöll nafnorð hafa einungis sjö beygingarmyndir þar sem eignarfallið og þolfallið hafa runnið saman, en í töluorðum eru þau föll mismunandi.
Enginn greinir er í samísku, hvorki ákveðinn né óákveðinn og t.d. getur beana þýtt „hundur“ eða „hundurinn“ en þýðingin fer eftir samhenginu.
Hér er dæmi um nafnorðabeygingu á Norðursamísku:
giehta "hönd" Rót endir á -a |
oaivi "höfuð" Rót endir á -i |
ruoktu "heimili" Rót endir á -u | ||||
---|---|---|---|---|---|---|
fall | eintala | fleirtala | eintala | fleirtala | eintala | fleirtala |
Nefnifall | giehta | gieđat | oaivi | oaivvit | ruoktu | ruovttut |
Þolfall | gieđa | gieđaid | oaivvi | ōivviid | ruovttu | ruovttūid |
Eignarfall | gieđa | gieđaid | oaivvi, oaivve | ōivviid | ruovttu, ruovtto | ruovttūid |
Íferðarfall | gīhtii | gieđaide | oaivái | ōivviide | ruktui | ruovttūide |
Staðarfall | gieđas | gieđain | oaivvis | ōivviin | ruovttus | ruovttūin |
Comitative | gieđain | gieđaiguin | ōivviin | ōivviiguin | ruovttūin | ruovttūiguin |
Verufall | giehtan | oaivin | ruoktun |
Ritmál[breyta | breyta frumkóða]
Fyrsta samíska bókin var prentuð árið 1619 en það var stafrófskver og messubók á suðursamísku. Flestar bækur, sem gefnar voru út á samísku á nítjándu öld, voru þýðingar á biblíunni eða öðrum kirkjubókum. Á áttunda áratugnum þróaði Samíska málnefndin sameiginlega stafsetningu fyrir norðursamísku í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Hún var viðurkennd af Norrænu Samaráðstefnunni og hefur frá því árið 1979 verið notuð í löndunum þremur.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Samískar rannsóknir, Umeå universitet Geymt 2005-11-24 í Wayback Machine
- Sámi Allaskuvla, Kautokeino Geymt 2007-09-03 í Wayback Machine
- Giellagas, Oulu universitet Geymt 2016-10-26 í Wayback Machine
- Samískar rannsóknir, Universitet i Tromsö Geymt 2017-11-23 í Wayback Machine
- Nordiskt samiskt institut, Kautokeino
- Samaþingið í Svíþjóð
- Samaþingið í Noregi
- Samaþingið í Finnlandi
- Norðurlandamálin með rótum og fótum[óvirkur tengill]