Fara í innihald

Beygingamál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Beygingamál er ákveðin tegund af tungumáli þar sem ein merkingareining (myndan) geymir upplýsingar um mörg málfræðileg einkenni (formdeildir) í einu. Andstæðan við beygingamál er viðskeytamál, þar sem eitt myndan geymir upplýsingar um nákvæmlega eina formdeild. Til dæmis á íslensku, sem er beygingamál, hefur sögnin borða myndina borðaðir í þátíð annarrar persónu eintölu. Hér geymir viðskeytið -aðir upplýsingar um þrjár formdeildir í einu (tíð, persónu og tölu). Ef gildi einnar þessara formdeilda breytist þá breytist viðskeytið með.

Hins vegar getur eitt viðskeyti átt við um fleiri en eina samstæðu formdeilda. Til dæmis á myndin borðaði við um bæði fyrstu persónu og þriðju persónu (þ.e. ég borðaði, Steinunn borðaði). Þess má einnig geta að allar ofannefndar myndir geta átt við um framsöguhátt eða viðtengingarhátt.

Sem dæmi um beygingamál meðal indóevrópskra mála má nefna sanskrít, pastú, púndjabí, hindí-úrdú, bengölsku, grísku, latnesku, ítölsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, þýsku, færeysku, íslensku, albönsku og öll baltnesk og slavnesk mál.

Mörg semísk mál eru jafnframt beygingamál. Þótt bæði hebreska og arabíska hafi glatað mörgum beygingum í nútímamáli hafa sagnbeygingar að miklu leyti haldist. Mörg úrölsk mál svo sem finnska, eistneska, ungverska og samíska hafa einnig flóknar beygingar.

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.