Menning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Manndómsvígsluathöfn Yao fólksins í Malawi í Afríku.
Útskriftarathöfn herskóla bandaríska sjóhersins, í Maryland.

Menning er sú heild þekkingar samfélags svo sem trú, siðir, saga og tungumál. Margar mismunandi skilgreiningar eru til á menningu. Menning hefur einnig verið skilgreind sem „lífsmynstur heilla samfélaga“[1]. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur einnig lagt til að menning sé skilgreind sem:

„... samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast til menningar, en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir.“[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jary, D. and J. Jary. 1991. The HarperCollins Dictionary of Sociology, p. 101.
  2. UNESCO. 2002. Universal Declaration on Cultural Diversity.
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.