Svíakonungar
Útlit
Svíþjóð hefur verið konungsríki svo langt aftur sem sögur herma. Í Heimskringlu, Íslendingasögunum, Bjólfskviðu og fleir fornum ritum eru allmargir Svíakonungar tilnefndir sem alls er óvíst um hvort þeir hafi í raun verið til og eru þeir nefndir sögukonungarnir í sænskri sagnfræði. Tímasetning konunga í eftirfarandi lista er óviss allt fram að Sörkvi eldra.