Kymenlaakso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Kymenlaakso (sænska: Kymmenedalen) er hérað í Finnlandi. Það á landamæri að Uusimaa, Päijät-Häme, Suður-Savo, Suður-Karelíu og Leníngradfylki í Rússlandi. Það er kennt við dalinn sem fljótið Kymijoki rennur um en það er eitt stærsta fljót Finnlands. Kymenlaakso var eitt fyrsta hérað landsins sem iðnvæddist. Pappírsvinnsla varð mikilvæg.

Íbúar eru um 175.000 (2019) og er flatarmál héraðsins um 5.600 ferkílómetrar. Kotka og Kouvola eru stærstu borgirnar.