Fara í innihald

Granít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um granít.
Nærmynd af graníti úr Yosemiteþjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Granít er stórkornótt tegund af súru djúpbergi. Helstu frumsteindir þess eru kvars og feldspat og innan við 10% bergsins eru dökkar steindir. Granít getur verið allt frá því að vera bleikt til dökkgrátt og jafnvel svart.

Sökum þéttleika og hörku þess er granít vinsælt sem iðnaðargrjót. Meðalþéttleiki þess er 2,75 g/sm3.

Bergtegundin finnst aðeins á einum stað á Íslandi eða í Slaufrudal í Lóni, austan Hafnar í Hornafirði. Það er ljóst yfirlitum eins og granófýr en grófara.