Fara í innihald

Mikkeli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mikkeli.
Sveitarfélag Mikkeli.

Mikkeli (sænska: St Michel) er borg og sveitarfélag í suðaustur-Finnlandi, í héraðinu Suður-Savonía. Hún er við vatnið Saimaa. Íbúar eru um 34.000 í borginni en tæp 54.000 í sveitarfélaginu (2019). Í Mikkeli voru höfuðstöðvar finnska hersins í seinni heimsstyrjöld.

Nokkrir háskólar eru í Mikkeli, þar á meðal tækni og vísindaskólar. Íshokkílið borgarinnar Jukurit hefur unnið finnsku deildina 6 sinnum.