Tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fleygrúnir voru fyrsta ritmálið.

Mál er kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem notuð eru saman til þess að lýsa hugtökum, hugmyndum, merkingum og hugsunum. Málfræðingar eru þeir sem að rannsaka mál, en í nútímanum var málfræði fyrst kynnt sem vísindagrein af Ferdinand de Saussure. Þeir sem að tala mál, eða nota það á annan hátt, eru taldir með sem hluti af málsamfélagi þess máls.

Tungumál er hugtak sérstaklega notað um þau mál sem að hafa hljóðkerfi. Fjölmörg tungumál eru til í heiminum í dag, ýmist með eða án ritkerfa.

Þar sem að orðið mál hefur margar merkingar í íslensku (t.d. í hugtökunum málaferli og „að taka mál af e-u“), og er ekkert annað orð tiltækt sem er sambærilegt við orðið language á ensku, þá mun orðið tungumál vera notað hér eftir sem hvert það kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem hægt er að rita, tala eða á annan hátt skilja.

Flokkar tungumála[breyta | breyta frumkóða]

Einfaldasta flokkun tungumála væri í náttúruleg tungumál og tilbúin tungumál. Annað flokkunarkerfi gæti verið töluð mál, rituð mál og táknmál. Einnig eru náttúruleg tungumál flokkuð niður í málhópa eftir málsvæðum, en í því kerfi telst íslenska til indóevrópskra mála, undir því til germanskra mála og ennfremur til norrænna mála og vesturnorrænna mála.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu