Móðurmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Móðurmál er hugtak sem getur hvortveggja þýtt tungumál sem einhver hefur lært sem barn og er alinn upp við en er einnig haft um ríkismál í heimalandi þess sem um er rætt.[1] Móðurmálið er oft sagt hluti af manninum sjálfum og sjálfsvitund hans. Finnski rithöfundurinn, Antti Tuuri, sagði eitt sinn: „Á móðurmáli mínu get ég sagt hvað sem ég vil, en á öðrum málum aðeins það sem ég hef lært“.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guðrún Kvaran. „Hvað er móðurmál?“. Vísindavefurinn 27.4.2001. http://visindavefur.is/?id=1546. (Skoðað 14.5.2010).
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.