Kirjálabotn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning Kirjálabotns (Gulf of Finland) með afstöðu til Eystrasaltsins.

Kirjálabotn eða Finnski flói (finnska: Suomenlahti, sænska: Finska viken, rússneska: Финский залив, eistneska: Soome laht) er austasti angi Eystrasaltsins. Flóinn nær frá Finnlandi í norðri til Eistlands í suðri og allt til Sankti Pétursborgar í austri þar sem áin Neva rennur í hann. Meðal annarra stórborga við flóann má nefna Helsinki og Tallinn. Austurhluti flóans tilheyrir Rússlandi og þar eru sumar af mikilvægustu olíuhöfnum Rússa. Flóinn hefur um aldir verið Rússum afar mikilvægur vegna Sankti Pétursborgar sem stendur við botn hans.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu