Kirjálabotn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Staðsetning Kirjálabotns (Gulf of Finland) með afstöðu til Eystrasaltsins.

Kirjálabotn eða Finnski flói (finnsku: Suomenlahti, sænsku: Finska viken, rússnesku: Финский залив, eistnesku: Soome laht) er austasti angi Eystrasaltsins. Flóinn nær frá Finnlandi í norðri til Eistlands í suðri og allt til Sankti Pétursborgar í austri þar sem áin Neva rennur í hann. Meðal annarra stórborga við flóann má nefna Helsinki og Tallinn. Austurhluti flóans tilheyrir Rússlandi en Rússar hafa þar sumar af sínum mikilvægustu olíuhöfnum. Flóinn hefur í gegn um tíðina reynst Rússum afar mikilvægur vegna staðsetningar Sankti Pétursborgar innst í honum.

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu