Jyväskylä

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning Jyväskylä í Finnlandi
Jyväskylä.

Jyväskylä er borg í mið-Finnlandi, 140 km frá Tampere og 270 km frá Helsinki. Borgin stendur nálægt vötnunum Päijänne og Keitele og eru íbúar Jyväskylä um 141.400 manns (2019). Jyväskylä er þekkt skólaborg og nokkurskonar Aþena Finnlands. Einnig er borgin þekkt fyrir margar byggingar sem hannaðar voru af hinum fræga finnska arkitekt Alvar Aalto.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Finnlandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.