Fara í innihald

Þýska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þýska
Deutsch
Málsvæði Þýskalandi, Sviss, Austurríki auk 38 annarra landa
Heimshluti Evrópa
Fjöldi málhafa 120 milljónir
Sæti 10
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Þýska

Opinber staða
Opinbert
tungumál
Þýskalandi, Liechtenstein, Austurríki, Belgíu, Sviss, Ítalía (í Suður-Týról) og Lúxemborg
Tungumálakóðar
ISO 639-1 de
ISO 639-2 ger og deu
ISO 639-3 deu
SIL GER
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Þýska (þýska: Deutsch; framburður) er vesturgermanskt tungumál, sem talað er og ritað aðallega í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Liechtenstein. Þýska er auk þess annað opinbert tungumál í Belgíu og Lúxemborg, og ítalska héraðinu Suður-Týról, og hefur stöðu viðurkenndrar þjóðtungu í Namibíu. Þýska er töluð víða í Evrópu, eins og í franska héraðinu Elsass, tékkneska héraðinu Norður-Bæheimi, pólska héraðinu Efri-Slésíu, og staðbundið í Slóvakíu og Ungverjalandi.

Þýska tilheyrir germönskum málum. Germönsk mál flokkast síðan til indó-evrópskrar málaættar og eru fjarskyld málum eins og til dæmis sanskrít. Hún er skyldust öðrum vesturgermönskum málum, eins og afríkönsku, hollensku, ensku, frísneskum málum, lágþýsku, lúxemborgísku, skosku og jiddísku. Hún deilir auk þess orðaforða með norðurgermönskum málum, eins og dönsku, norsku og sænsku. Nútímamálið þýska þróaðist út frá háþýsku, sem aftur hafði þróast frá frumgermönsku á ármiðöldum. Þýska er annað mest talaða germanska málið, á eftir ensku, bæði sem fyrsta mál og annað mál.

Þýska er stærsta móðurmálið innan Evrópusambandsins og er víða kennd sem erlent mál, sérstaklega í Evrópu (þar sem hún er í þriðja sæti á eftir ensku og frönsku) og Bandaríkjunum. Til eru þrjár opinberar útgáfur þýsku í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, en stöðluð þýska er stundum kölluð háþýska. Til er mikill fjöldi þýskra mállýska. Frá 2004 hafa þjóðhöfðingjar þýskumælandi landa fundað árlega. Þýska réttritunarráðið er alþjóðlegt ráð sem gefur út reglur um þýska stafsetningu.

Einkenni, Þróun & Saga

[breyta | breyta frumkóða]

Í forn-háþýsku gerast framburðarbreitingar sem eru einkennandi fyrir þýsku í dag og eru stundum nefndar önnur hljóðfærslan. Útbreiðsla annarar hljóðfærslunar er aftur misjöfn og greinandi í mállýskur. Önnur hljóðfærslan fellst einkum í önghljóðun hörðu lokhljóðanna, t, k, og p, (s, ch & f) í orðum eins og -Ich, Schiff, dass, es, heiss, buch, og síðan hörðnun mjúkra lokhljóða í orðum eins og Tur (dir), trink & tans, ásamt inskotum -s eftir -t & -f eftir -p í orðum eins og bezahlen, zu (e. to) & Pfad (e. path)

Þýska er nokkuð lík íslensku hvað varðar málfræði, m.a. varðandi beygingar á fallorðum. Nafnorðin sjálf hafa oftast sömu beygingarmynd í eintölu, ákvæðisorðin sem stýra fallinu breytast hins vegar. Undantekningar frá þessu eru eignarfallsmyndir karlkyns og hvorugkyns nafnorða, veik og óreglulega beygð nafnorð auk karlkynsorða af erlendum uppruna. Nafnorðin hljóðverpast sum hver í fleirtölu eða bæta við sig endingu. Ólíkt flestum skyldum málum eru öll nafnorð og ávarpsfornöfn rituð með stórum staf og þérun er algeng. Í þýska stafrófinu er bókstafurinn ß („das Eszett“) sem ekki er að finna í öðrum germönskum málum. Setningarfræði í þýsku er ólík þeirri íslensku að því leyti að aðalsagnir sem fylgja hjálparsögnum standa aftast í setningum. Eins standa sagnorð í aukasetningum aftast.

Þýska stafrófið hefur 30 bókstafi.

A a Ä ä B b ß C c D d E e
F f G g H h I i J j K k L l
M m N n O o Ö ö P p Q q R r
S s T t U u Ü ü V v W w X x
Y y Z z

Málfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Ákveðinn greinir

eintala fleirtala
kk. kvk. hv. ft.
nefnifall der die das die
þolfall den die das die
þágufall dem der dem den
eignarfall des der des der

Óákveðinn greinir, líkt og í ensku aðeins notaður í eintölu

eintala
kk. kvk. hv.
nefnifall ein eine ein
þolfall einen eine ein
þágufall einem einer einem
eignarfall eines einer eines



Spurnarfornöfn

kk. & kvk. eins, aðeins ein fleirtölumynd -wer

eintala
kk. & kvk. hv.
nefnifall wer was
þolfall wen was
þágufall wem -
eignarfall wessen wessen


Persónufornöfn

1. persóna

1p.et. 1p.flt.
nefnifall ich wir
þolfall mich uns
þágufall mir uns
eignarfall meiner unser


2. persóna

2p.et. 2p.flt.
nefnifall du ihr
þolfall dich euch
þágufall dir euch
eignarfall deiner euer


3. persóna, þérun er 3.p.ft. með stórum staf

3p.et.kk. 3p.et.kvk. 3p.et.hk. 3p.flt.
nefnifall er sie es sie
þolfall ihn sie es sie
þágufall ihm ihr ihm ihnen
eignarfall seiner ihrer seiner ihrer
BEYGING NAFNORÐA

Nafnorðum í þýsku er skipt í 6 flokka eftir beygingu. Kvenkyns nafnorð eru eins í öllum föllum eintölu. Í fyrsta flokki enda kvenkyns nafnorð á -en í fleirtölu og karlkyns og hvorugkynsnafnorð enda -en og -n í eignarfalli eintölu en karlkyns og hvorugkyns nafnorð enda annars á -s í eignarfalli eintölu í öllum hinum 5 flokkunum. drengur frú og nál

eintala
kk. kvk. hv.
nefnifall der Junge die Frau die Nadel
þolfall den Jungen die Frau die Nadel
þágufall dem Jungen der Frau der Nadel
eignarfall des Jungen der Frau der Nadel
fleirtala
kk. kvk. hv.
nefnifall die Jungen die Frauen die Nadeln
þolfall die Jungen die Frauen die Nadeln
þágufall den Jungen den Frauen den Nadeln
eignarfall der Jungen der Frauen der Nadeln



Orðflokkar í þýsku
Orðflokkur Dæmi Hlutverk
Nafnorð Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. Að tilgreina einstaka hluti, eða flokka hluta, jafnt raunverulega sem ímyndaða.
Sagnorð Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. Að gefa til kynna aðgerð eða atburð.
Lýsingarorð Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. Að lýsa einhverjum hlut nánar. Oftast notað með nafnorði.
Fornöfn Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. Gefa til kynna með almennum hætti um hvern eða hvað setningin á við.
Greinir Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. Að gera nafnorð ákveðin (ákveðinn greinir) eða óákveðin (óákveðinn greinir). Greinir getur verið viðskeyttur eða settur fyrir framan nafnorð sem sér orð.
Töluorð Siebzehn große Vögel springen zu den drei wichtigen Männern, die in dem Garten stehen. Sie erhielten zwei Säcke Samen für die Vögel. Gefa til kynna fjölda eða magn.
Smáorð í þýsku
Forsetningar Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. Hafa áhrif á merkingu fallorðs í setningu.
Atviksorð
Nafnháttarmerki Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er denkt, dass es sehr nett ist zu geben. Nafnháttarmerkið er orðið „zu“ á undan sagnorði í nafnhætti. Sögn í nafnhætti er án tíðar og endar oftast á „e“.
Samtengingar Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er denkt, dass es sehr nett ist zu geben. Tengir saman einstök orð eða setningar til að mynda málsgrein. Skiptist í aðaltengingar og aukatengingar.
Upphrópanir

Ath: Þetta þarfnast yfirferðar.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]