Afríka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu Afríku
Samsett gervitunglamynd af Afríku

Afríka er önnur stærsta heimsálfa jarðar á eftir Asíu og er einnig sú næstfjölmennasta.[1] Hún er um það bil 30,3 milljón ferkílómetrar að flatarmáli (að meðtöldum eyjum) og þekur 20,3% af þurrlendi jarðar.[2] Þar búa tæplega 1,3 milljarðar manna sem er um 16% alls mannfjölda heims. Íbúar Afríku eru með þeim yngstu í heimi;[3][4] miðaldur árið 2012 var aðeins 19,7 ár borið saman við miðaldur heimsins sem er 30,4 ár.[5] Afríka býr yfir miklum og fjölbreyttum náttúruauðlindum, en er samt fátækasta heimsálfan miðað við höfðatölu, að hluta vegna landfræðilegra takmarkana, arfleifðar nýlendustefnu Evrópuveldanna og Kalda stríðsins,[6][7][8][9][10] arðráns vestrænna ríkja og Kína, og ólýðræðislegra og skaðlegra stjórnarhátta.[11] Þrátt fyrir þessar takmarkanir hafa hagkerfi margra Afríkulanda vaxið hratt síðustu áratugi.

Afríka afmarkast af Miðjarðarhafinu í norðri, Súesskurðinum (Súeseiðinu) í norðaustri, Indlandshafi í austri, Suður-Íshafinu í suðri og Atlantshafi í vestri. Madagaskar og nokkrir stórir eyjaklasar teljast hlutar álfunnar. Í Afríku eru 54 fullvalda ríki, átta heimastjórnarsvæði og tvö lönd sem eru sjálfstæð í raun en njóta takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar. Stærsta land Afríku að flatarmáli er Alsír en Nígería er fjölmennasta landið. Afríkusambandið er samstarfsvettvangur Afríkulanda með höfuðstöðvar í Addis Ababa.

Afríka er eina heimsálfan sem er staðsett í öllum fjórum jarðarhvelunum, þar sem bæði núllbaugur og miðbaugur liggja um álfuna. Hún er auk þess eina heimsálfan sem nær frá heittempraða beltinu í norðri að heittempraða beltinu í suðri.[12] Stærstur hluti Afríku og flest löndin eru staðsett á norðurhveli. Flest lönd Afríku eru í hitabeltinu, fyrir utan hluta Vestur-Sahara, Alsír, Líbíu, Egyptalands, norðurodda Máritaníu, Marokkó, Ceuta, Melilla og Túnis, sem eru norðan við nyrðri hvarfbaug. Syðst í álfunni eru suðurhlutar Namibíu, Botsvana, stærstur hluti Suður-Afríku, Lesótó og Esvatíní, og suðuroddar Mósambík og Madagaskar staðsett sunnan syðri hvarfbaugs.

Afríka býr yfir mjög mikilli líffjölbreytni og er heimkynni flestra tegunda risadýra, þar sem álfan varð minnst fyrir áhrifum útdauða stórdýra á Kvartertíma. Afríka glímir samt við fjölmargar umhverfisáskoranir, eins og eyðimerkurmyndun, skógeyðingu, vatnsskort og fleira. Talið er að þessi vandamál muni versna enn frekar vegna loftslagsbreytinga. Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar telur Afríku vera þá heimsálfu sem er í mestri hættu vegna loftslagsbreytinga.[13][14]

Saga Afríku er löng, flókin og að hluta til lítið rannsökuð.[15] Almennt er viðurkennt að Afríka, sérstaklega Austur-Afríka, sé fæðingarstaður mannapa og mannkyns. Elstu tegundir af mannætt og forfeður þeirra komu fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir um 7 milljónum ára. Þeirra á meðal eru Sahelanthropus tchadensis, Australopithecus africanus, Australopithecus afarensis, Homo erectus, Homo habilis og Homo ergaster. Elstu leifar nútímamanna, Homo sapiens, hafa fundist í Eþíópíu, Suður-Afríku og Marokkó, og eru allt að 300.000 ára gamlar. Talið er að Homo sapiens hafi þróast í Afríku fyrir 350-260 þúsund árum síðan.[16][17][18][19][20]

Egyptaland hið forna og Karþagó eru forn siðmenningarsamfélög sem urðu til í Norður-Afríku. Löng og flókin saga menningarsamfélaga, þjóðflutninga og verslunarleiða í Afríku hefur skapað fjölda þjóðflokka með fjölbreytta menningu og tungumál. Áhrif Evrópuríkja í álfunni fóru vaxandi frá 16. öld og alþjóðleg þrælaverslun varð til þess að stórir hópar fólks af afrískum uppruna settust að í Ameríku. Seint á 19. öld lögðu Evrópuríkin nær alla álfuna undir sig og arðrændu náttúruauðlindir og íbúa hennar. Flest nútímaríki Afríku urðu til þegar evrópskar nýlendur fengu sjálfstæði eftir miðja 20. öld.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið Afríka er komið frá Rómverjum sem notuðu heitið Africa terra („land Afri“ sem er fleirtala af Afer) fyrir norðurströnd álfunnar og skattlandið Afríku með höfuðborgina Karþagó, sem var þar sem nú er Túnis.[21]

Uppruni nafnsins er á huldu. Orðið Afer getur verið til komið af eftirfarandi ástæðum:

Sagnfræðingurinn Leó Afríkanus (1495–1554) taldi nafnið komið af gríska orðinu phrike (φρικε, sem merkir „kuldi og hrollur“) ásamt neitunarforskeytinu a- og merkti þannig „land laust við kulda og hroll“. En hljóðbreytingin úr ph í f hefur átt sér stað í kringum fyrstu öld, svo þetta getur því ekki verið uppruni nafnsins.

Egyptaland var talið hluti Asíu af fornmönnum. Fyrstur til að telja það með Afríku var landafræðingurinn Ptólemajos (85–165) sem notaði Alexandríu sem núllbaug og gerði Súeseiðið að mörkum Asíu og Afríku. Eftir því sem Evrópumenn uppgötvuðu raunverulegt umfang álfunnar, óx inntak nafnsins með þeirri þekkingu.

Afríka var stundum nefnd „Suðurálfa“ á íslensku áður fyrr.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Helstu lífbelti Afríku.
Sebrahestar og fílar í Serengeti-þjóðgarðinum.

Afríka er stærst af þeim þremur meginlöndum sem teygja sig yfir á suðurhvelið frá stærsta landflæmi jarðar, Afró-Evrasíu. Mörk álfunnar eru Miðjarðarhafið í norðri, Súesskurðurinn í norð-austri, Indlandshaf og Rauðahaf í austri, Suður-Íshafið í suðri og Atlantshafið í vestri. Afríka og Asía tengjast um Súeseiðið, sem er 163 km breitt, og aðeins Súesskurðurinn skilur þar á milli.[22] Stundum er Sínaískagi, sem tilheyrir Egyptalandi, líka talinn til Afríku.[23]

Strönd Afríku er um 26.000 km á lengd og er tiltölulega jöfn, sem sést á því að Evrópa, sem er ekki nema um þriðjungur af flatarmáli Afríku, er með 32.000 km strandlengju.[24] Heimsálfan er um 8000 km löng frá norðri til suðurs (á milli 37°21'N og 34°51'15"S) og 7400 km breið frá vestri til austurs (17°33'22"W til 51°27'52"E). Nyrsti punktur álfunnar er Ras ben Sakka í Túnis, syðsti punkturinn er Agúlhashöfði í Suður-Afríku.[25] Vestasti punkturinn er Almadihöfði á Grænhöfðaeyjum og sá austasti er Raas Hafun-höfði í Sómalíu.[24] Stærsta ríki Afríku er Alsír, en það minnsta eru Seychelles-eyjar undan austurströndinni.[26] Minnsta ríkið á meginlandinu er Gambía.

Miðbaugur liggur í gegnum álfuna og mestur hluti hennar er því í hitabeltinu. Það er mikið um eyðimerkur og óbyggðir og þurrkar og úrhellisrigning gera búsetu á ýmsum svæðum erfiða. Í kringum miðbaug eru stórir regnskógar sem fara minnkandi vegna skógeyðingar.[27] Á gresjum Afríku lifa margir stórir stofnar villtra dýra og þar búa langflestar tegundir stórdýra, þar sem álfan varð fyrir minnstum áhrifum af fjöldaútdauðanum við lok kvartertímabilsins, þegar margar tegundir stórdýra sem lifðu á pleistósen dóu út. Í Afríku eru yfir 3000 verndarsvæði, en ýmsar ógnir steðja að líffjölbreytni í Álfunni. Loftslag í Afríku er mjög fjölbreytt, allt frá hitabeltisloftslagikaldtempruðu loftslagi í hæstu fjöllum.

Stærstur hluti Afríku liggur á Afríkuflekanum, sem er stór jarðfleki undir Afríku (fyrir utan austasta jaðarinn) og úthafinu við vestur- og suðurströndina. Í vestri mætir hann Norður-Ameríkuflekanum og Suður-Ameríkuflekanum (við Atlantshafshrygginn); Arabíuflekanum og Sómalíuflekanum í austri; Evrasíuflekanum, Eyjahafsflekanum og Anatólíuflekanum í norðri; og Suður-Íshafsflekanum í suðri. Fyrir 60 til 10 milljónum ára tók Sómalíuflekann að reka frá Afríkuflekanum og Sigdalurinn mikli myndaðist á Austur-Afríkurekbeltinu.[28] Þar eru hæstu fjöll Afríku, eins og Kilimanjaro (5895 metrar), Kenýafjall (5199 metrar) og Stanleyfjall (5109 metrar). Þar eru líka stærstu stöðuvötn Álfunnar, Viktoríuvatn, Tanganjikavatn og Malavívatn. Stærstu fljót Afríku eru Nílarfljót sem rennur út í Miðjarðarhaf, Kongófljót og Nígerfljót sem renna út í Atlantshaf, og Sambesífljót sem rennur út í Indlandshaf. Stærstu fossar Afríku, Viktoríufossar, eru í Sambesífljóti, en það fer raunar eftir því hvort hinir vatnsmiklu Boyoma-fossar í Lúalabafljóti eru skilgreindir sem fossar eða flúðir.

Tungumál[breyta | breyta frumkóða]

Kort sem sýnir dreifingu afrísku málaættanna og nokkur aðalmál. Níger-Kongómálaættinni er skipt til að sýna útbreiðslu Bantúmálanna, sem eru undirflokkur Níger-Kongómálaættarinnar.

Í Afríku eru töluð yfir þúsund tungumál (um tvö þúsund samkvæmt UNESCO).[29] Flesta málanna eru af afrískum uppruna, þótt sum þeirra hafi borist frá Evrópu eða Asíu. Fjöltyngi er útbreitt í Afríku og algengt að íbúar tali fleiri en eitt Afríkumál reiprennandi, auk einhvers Evrópumáls. Í álfunni eru fjórar aðalættir tungumála upprunnar:

 • Níger-Kongómál eru töluð í mestallri Afríku fyrir sunnan Saharaeyðimörkina. Þetta er sennilega stærsta tungumálaætt heims ef talinn er fjöldi tungumála sem tilheyra henni. Hluti þessara tungumála eru Bantúmál sem eru töluð í Mið- og Suður-Afríku.
 • Khoisan-mál telja um 50 tungumál sem eru töluð í suðurhluta Afríku. Um 400 þúsund manns tala Khoisanmál.[30] Mörg málanna eiga á hættu að deyja út. Koikoiar og Sanfólk eru talin vera frumbyggjar sunnanverðrar Afríku.

Þegar nýlendutímanum lauk í Afríku, tóku nær öll Afríkuríkin upp eitthvert Evrópumál sem ríkismál, þótt innlend tungumál fengju opinbera stöðu innan nokkurra þeirra (til dæmis svahílí, jórúba, igbó og hása). Enska og franska eru mjög víða notuð í opinberri þjónustu, menntakerfinu og fjölmiðlum. Að auki tala milljónir Afríkubúa arabísku, portúgölsku, spænsku og afríkönsku. Ítalska og þýska eru sums staðar töluð í fyrrum nýlendum þessara ríkja.

Lönd í Afríku[breyta | breyta frumkóða]

Í Afríku eru 56 fullvalda ríki.[31] Að auki eru þar tvö yfirlýst ríki sem njóta takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar (Sahrawi-lýðveldið og Sómalíland), tvær hjálendur (Frönsku suðlægu landsvæðin og Sankti Helena, Ascension-eyja og Tristan da Cunha) og tíu lönd sem eru héruð innan ríkja utan Afríku (Kanaríeyjar, Mayotte, Réunion o.s.frv.).

Norður-Afríka
Land Fáni Höfuðborg
Alsír Flag of Algeria.svg Algeirsborg
Ceuta (Spánn) Flag Ceuta.svg
Egyptaland Flag of Egypt.svg Kaíró
Kanaríeyjar (Spánn) Flag of the Canary Islands.svg Las Palmas de Gran Canaria,
Santa Cruz de Tenerife
Líbía Flag of Libya.svg Trípólí
Marokkó Flag of Morocco.svg Rabat
Madeira (Portúgal) Flag of Madeira.svg Funchal
Melilla (Spánn) Flag of Melilla.svg
Túnis Flag of Tunisia.svg Túnisborg
Vestur-Sahara (Marokkó) Flag of the Sahrawi Arab Democratic Republic.svg El Aaiún
Austur-Afríka
Búrúndí Flag of Burundi.svg Gitega
Djibútí Flag of Djibouti.svg Djibútí
Eritrea Flag of Eritrea.svg Asmara
Eþíópía Flag of Ethiopia.svg Addis Ababa
Frönsku suðlægu landsvæðin (Frakkland) Flag of the French Southern and Antarctic Lands.svg
Kenýa Flag of Kenya.svg Naíróbí
Kómoreyjar Flag of the Comoros.svg Móróní
Madagaskar Flag of Madagascar.svg Antananarívó
Malaví Flag of Malawi.svg Lílongve
Mayotte (Frakkland) Coat of Arms of Mayotte.svg Mamoudzou
Máritíus Flag of Mauritius.svg Port Louis
Mósambík Flag of Mozambique.svg Mapútó
Réunion (Frakkland) Armoiries Réunion.svg Saint Denis
Rúanda Flag of Rwanda.svg Kigali
Sambía Flag of Zambia.svg Lúsaka
Seychelles-eyjar Flag of Seychelles.svg Viktoría
Simbabve Flag of Zimbabwe.svg Harare
Sómalía Flag of Somalia.svg Mógadisjú
Sómalíland (ekki viðurkennt) Flag of Somaliland.svg Hargeisa
Suður-Súdan Flag of South Sudan.svg Júba
Súdan Flag of Sudan.svg Kartúm
Tansanía Flag of Tanzania.svg Dódóma
Úganda Flag of Uganda.svg Kampala
Mið-Afríka
Angóla Flag of Angola.svg Lúanda
Gabon Flag of Gabon.svg Libreville
Kamerún Flag of Cameroon.svg Jánde
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó Flag of the Democratic Republic of the Congo.svg Kinsasa
Lýðveldið Kongó Flag of the Republic of the Congo.svg Brazzaville
Mið-Afríkulýðveldið Flag of the Central African Republic.svg Bangví
Miðbaugs-Gínea Flag of Equatorial Guinea.svg Malabó
Saó Tóme og Prinsípe Flag of São Tomé and Príncipe.svg Saó Tóme
Tjad Flag of Chad.svg N'Djamena
Sunnanverð Afríka
Botsvana Flag of Botswana.svg Gaboróne
Esvatíní Flag of Eswatini.svg Mbabane
Lesótó Flag of Lesotho.svg Maseru
Namibía Flag of Namibia.svg Windhoek
Suður-Afríka Flag of South Africa.svg Bloemfontein, Höfðaborg, Pretoría
Vestur-Afríka
Benín Flag of Benin.svg Porto-Novo
Búrkína Fasó Flag of Burkina Faso.svg Ouagadougou
Fílabeinsströndin Flag of Côte d'Ivoire.svg Abidjan, Yamoussoukro
Gambía Flag of The Gambia.svg Banjul
Gana Flag of Ghana.svg Akkra
Gínea Flag of Guinea.svg Kónakrí
Gínea-Bissá Flag of Guinea-Bissau.svg Bissá
Grænhöfðaeyjar Flag of Cape Verde.svg Praia
Líbería Flag of Liberia.svg Monróvía
Malí Flag of Mali.svg Bamakó
Máritanía Flag of Mauritania.svg Núaksjott
Níger Flag of Niger.svg Níamey
Nígería Flag of Nigeria.svg Abútja
Sankti Helena, Ascension og Tristan da Cunha (Bretland) Flag of the United Kingdom (3-5).svg Jamestown
Senegal Flag of Senegal.svg Dakar
Síerra Leóne Flag of Sierra Leone.svg Freetown
Tógó Flag of Togo.svg Lomé

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Hversu margir búa í Afríku?“ á Vísindavefnum
 2. Hvert er flatarmál Afríku?“ á Vísindavefnum
 3. Swanson, Ana (17. ágúst 2015). „5 ways the world will look dramatically different in 2100“. The Washington Post. Afrit from the original on september 2017. Sótt september 2017.
 4. Harry, Njideka U. (september 2013). „African Youth, Innovation and the Changing Society“. Huffington Post. Afrit from the original on september 2013. Sótt 27 September 2013.
 5. Janneh, Abdoulie (apríl 2012). „item,4 of the provisional agenda – General debate on national experience in population matters: adolescents and youth“ (PDF). United Nations Economic Commission for Africa. Afrit (PDF) from the original on 10. nóvember 2013. Sótt 15. desember 2015.
 6. Fwatshak, S. U. (2014). „The Cold War and the Emergence of Economic Divergences: Africa and Asia Compared“. Contemporary Africa. Springer. bls. 89–125. doi:10.1057/9781137444134_5. ISBN 978-1-349-49413-2.
 7. Austin, Gareth (1. mars 2010). „African Economic Development, and Colonial Legacies“. International Development Policy | Revue internationale de politique de développement (enska) (1): 11–32. doi:10.4000/poldev.78. ISSN 1663-9375. Afrit from the original on 21. janúar 2021. Sótt 12 November 2020.
 8. Dunning, Thad (2004). „Conditioning the Effects of Aid: Cold War Politics, Donor Credibility, and Democracy in Africa“. International Organization. 58 (2): 409–423. doi:10.1017/S0020818304582073. ISSN 0020-8183. JSTOR 3877863. S2CID 154368924. Afrit from the original on 12 November 2020. Sótt 12. nóvember 2020.
 9. Alemazung, J. (2010). „Post-Colonial Colonialism: An Analysis of International Factors and Actors Marring African Socio-Economic and Political Development“. undefined (enska). S2CID 140806396. Afrit from the original on 28. janúar 2021. Sótt 12. nóvember 2020.
 10. Bayeh, E. (2015). „THE POLITICAL AND ECONOMIC LEGACY OF COLONIALISM IN THE POST-INDEPENDENCE AFRICAN STATES“. www.semanticscholar.org (enska). S2CID 198939744. Afrit from the original on 21. janúar 2021. Sótt 12. nóvember 2020.
 11. Collier, Paul; Gunning, Jan Willem (1. ágúst 1999). „Why Has Africa Grown Slowly?“. Journal of Economic Perspectives (enska). 13 (3): 3–22. doi:10.1257/jep.13.3.3. ISSN 0895-3309. Afrit from the original on 30. mars 2021. Sótt 12. nóvember 2020.
 12. „Africa. General info“. Visual Geography. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2011. Sótt 24. nóvember 2007.
 13. Schneider, S.H.; og fleiri (2007). „19.3.3 Regional vulnerabilities“. Í Parry, M.L.; og fleiri (ritstjórar). Chapter 19: Assessing Key Vulnerabilities and the Risk from Climate Change. Climate change 2007: impacts, adaptation, and vulnerability: contribution of Working Group II to the fourth assessment report of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC). Cambridge University Press (CUP): Cambridge, UK: Print version: CUP. This version: IPCC website. ISBN 978-0-521-88010-7. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2013. Sótt september 2011.
 14. Niang, I., O.C. Ruppel, M.A. Abdrabo, A. Essel, C. Lennard, J. Padgham, and P. Urquhart, 2014: Africa. In: Climate Change 2014: Impacts, Adaptation, and Vulnerability. Part B: Regional Aspects. Contribution of Working Group II to the Fifth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change [Barros, V.R., C.B. Field, D.J. Dokken et al. (eds.)]. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA, pp. 1199–1265. https://www.ipcc.ch/site/assets/uploads/2018/02/WGIIAR5-Chap22_FINAL.pdf Geymt 2020-06-19 í Wayback Machine
 15. „One of Africa's best kept secrets – its history“. BBC News (bresk enska). 1 July 2017. Sótt 29. júlí 2021.
 16. „Homo sapiens: University of Utah News Release: 16 February 2005“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2007.
 17. Schlebusch, Carina M; Malmström, Helena; Günther, Torsten; Sjödin, Per; Coutinho, Alexandra; Edlund, Hanna; Munters, Arielle R; Vicente, Mário; Steyn, Maryna; Soodyall, Himla; Lombard, Marlize; Jakobsson, Mattias (2017). „Southern African ancient genomes estimate modern human divergence to 350,000 to 260,000 years ago“. Science. 358 (6363): 652–655. Bibcode:2017Sci...358..652S. doi:10.1126/science.aao6266. PMID 28971970.
 18. Sample, Ian (7. júní 2017). „Oldest Homo sapiens bones ever found shake foundations of the human story“. The Guardian. Afrit from the original on 31. október 2019. Sótt 7. júní 2017.
 19. Zimmer, Carl (september 2019). „Scientists Find the Skull of Humanity's Ancestor — on a Computer – By comparing fossils and CT scans, researchers say they have reconstructed the skull of the last common forebear of modern humans“. The New York Times. Afrit from the original on 31. desember 2019. Sótt 10 September 2019.
 20. Mounier, Aurélien; Lahr, Marta (2019). „Deciphering African late middle Pleistocene hominin diversity and the origin of our species“. Nature Communications. 10 (1): 3406. Bibcode:2019NatCo..10.3406M. doi:10.1038/s41467-019-11213-w. PMC 6736881. PMID 31506422.
 21. Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið?“ á Vísindavefnum
 22. Drysdale, Alasdair and Gerald H. Blake. (1985) The Middle East and North Africa, Oxford University Press US. ISBN 0-19-503538-0
 23. „Atlas – Xpeditions“. National Geographic Society. 2003. Afrit from the original on 3 March 2009. Sótt 1 March 2009.
 24. 24,0 24,1 (1998) Merriam-Webster's Geographical Dictionary (Index), Merriam-Webster, pp. 10–11. ISBN 0-87779-546-0
 25. Lewin, Evans. (1924) Africa, Clarendon press
 26. Hoare, Ben. (2002) The Kingfisher A–Z Encyclopedia, Kingfisher Publications. p. 11. ISBN 0-7534-5569-2
 27. Deforestation reaches worrying level – UN Geymt 6 desember 2008 í Wayback Machine. AfricaNews. 11. júní 2008
 28. „Somali Plate“. Ashten Sawitsky. Sótt 30 June 2015.
 29. „Africa“. UNESCO. 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 2 June 2008. Sótt 1 March 2009.
 30. „Khoisan Languages“. The Language Gulper. Afrit from the original on 25 January 2017. Sótt 2 January 2017.
 31. Hvað eru mörg lönd i Afríku?“ á Vísindavefnum