Fara í innihald

Sahrawi-lýðveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
الجمهورية العربية الصحراوية الديمقراطية
Al-Jumhūrīyya al-`Arabīyya as-Saharāwīyya ad-Dīmuqrātīyya
Sáhara Occidental
Fáni Vestur-Sahara Skjaldarmerki Vestur-Sahara
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Yā Banīy As-Saharā
Staðsetning Vestur-Sahara
Höfuðborg El Aaiún (yfirlýst)
Opinbert tungumál arabíska og spænska
Stjórnarfar Flokksræði

Forseti (í útlegð) Brahim Ghali
Forsætisráðherra (í útlegð) Mohamed Wali Akeik
Umdeilt sjálfstæði
 • Frá Spáni 14. nóvember 1975 
 • Stofnun lýðveldis 27. febrúar 1976 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
83. sæti
266.000 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
182. sæti
507.160
1,9/km²
VLF (KMJ) áætl. 2007
 • Samtals 0,906 millj. dala
 • Á mann 2.500 dalir
Gjaldmiðill alsírskur dínar (de facto)
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .eh
Landsnúmer +212 (sama og Marokkó)

Sahrawi-lýðveldið (arabíska: ‎الجمهورية العربية الصحراوية الديمقراطية al-Jumhūrīyah al-'Arabīyah aṣ-Ṣaḥrāwīyah ad-Dīmuqrāṭīyah; spænska: República Árabe Saharaui Democrática) er land sem nýtur viðurkenningar víða um heim og gerir tilkall til Vestur-Sahara, en ræður í reynd aðeins yfir um fimmtungi landsins austast. Marokkó hefur lagt undir sig meirihluta svæðisins frá 1979. Frá 1884 til 1975 var landið spænska nýlendan Spænska Sahara. Sahrawi-lýðveldið er annað tveggja Afríkulanda þar sem spænska er töluð að ráði. Hitt er Miðbaugs-Gínea.

Sjálfstæðishreyfingin Polisario lýsti yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis í Bir Lehlou 27. febrúar 1976. Samtökin ráða nú yfir um 20-25% þess landsvæðis sem þau gera tilkall til.[1] Þau kalla landið sem þau stjórna „frelsuðu landsvæðin“ eða „Frísvæðið“. Marokkó kallar landið í Vestur-Sahara sem það ræður yfir „Suðurhéruðin“. Polisario lítur svo á að þau héruð séu hernumin. Yfirlýst höfuðborg Sahrawi-lýðveldisins er fyrrum höfuðborg nýlendunnar, El Aaiún en tímabundin höfuðborg var flutt frá Bir Lehlou til Tifariti árið 2008. Raunverulegt stjórnarsetur Sahrawi-lýðveldisins er í flóttamannabúðum við Tindouf í Alsír.

Sahrawi-lýðveldið á formlegum samskiptum við um 30 ríki og er fullgildur meðlimur Afríkusambandsins.

Orðið Sahrawi kemur úr arabísku Ṣaḥrāwī صحراوي og merkir „eyðimerkurbúi“. Ṣaḥrāwī صحراوي er aftur dregið af arabíska orðinu Ṣaḥrā' (صحراء) sem þýðir „eyðimörk“.

Staða Vestur-Sahara var umdeild löngu áður en Spánverjar drógu sig þaðan. Marokkó og Máritanía gerðu bæði tilkall til svæðisins, auk þess sem sjálfstæðishreyfingin Polisario barðist fyrir sjálfstæði þess. Í kjölfar Grænu göngunnar í Marokkó 4. nóvember 1975 gerðu Spánn, Marokkó og Máritanía Madrídarsáttmálann, þar sem Spánverjar hugðust hverfa alveg frá landinu og því yrði síðan skipt milli Marokkó og Máritaníu. Sex dögum síðar lést einræðisherra Spánar, Francisco Franco, og samningurinn var aldrei lögfestur á Spáni. Marokkó og Máritanía innlimuðu engu að síður landsvæðið. Í febrúar 1976 tilkynnti spænska stjórnin Sameinuðu þjóðunum að Spánn hefði dregið sig að fullu frá Vestur-Sahara. Hvorki Marokkó né Máritanía nutu alþjóðlegs stuðnings í því að leggja svæðið undir sig og Polisario hóf vopnaða baráttu gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar líta svo á að Polisario sé lögmæt stjórn landsvæðisins í umboði íbúa þess.[2]

Daginn eftir yfirlýsingu Spánar hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti Polisario yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Yfirlýsingin kom frá útlagastjórn í Bir Lehlou þar sem Marokkó hafði tekið við stjórnartaumunum í gömlu höfuðborginni, El-Aaiún, frá Spánverjum. Máritanía dró sig út úr átökum í Vestur-Sahara og viðurkenndi stjórn Polisario árið 1979. Árið 1991 sömdu Marokkó og Polisario um vopnahlé gegn því að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Vestur-Sahara. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla hefur enn ekki farið fram vegna deilna um það hverjir megi kjósa. Polisario hélt yfirráðum yfir Bir Lehlou þar til árið 2008 að tímabundna höfuðborgin var flutt til Tifariti.[3][4] Dagleg stjórn lýðveldisins fer fram í flóttamannabúðum Sahrawa í Tindouf-héraði í Alsír.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Cuadro de zonas de división del Sáhara Occidental“ (PDF) (spænska). Suevia2008.googlepages.com. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. apríl 2020. Sótt 20. maí 2015.
  2. „A/RES/34/37. Question of Western Sahara“ (PDF). General Assembly—Thirty-fourth Session. United Nations. 1979. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 10. janúar 2017. Sótt 15. mars, 2017.
  3. „Sahara Occidental – Actualités 2008, février“. febrúar 2008. Sótt 17. september 2016.
  4. „Sahara Info“ (PDF). mars 2008. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 18. ágúst 2017. Sótt 17. september 2016.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.