Viktoríufossar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viktoríufossar í Sambesífljóti.

Viktoríufossar eru með glæsilegustu fossum heims. Fossarnir eru í ánni Sambesí sem myndar landamæri milli Sambíu og Simbabve. Fossarnir eru um 1,5 km á breidd og 128 m á hæð. Þeir eru allsérstæðir að því leyti að vatnið fellur ofan í gjá fyrir neðan fossana og þaðan eftir mjórri rás út. Þetta gerir það að verkum að hægt er að standa báðu megin gjárinnar og horfa beint á fossana.

Skoski landkönnuðurinn og trúboðinn David Livingstone heimsótti fossana árið 1855 og gaf þeim nafnið Viktoríufossar, eftir Viktoríu drottningu. Á máli innfæddra hétu þeir hins vegar Mosi-oa-Tunya „þrumandi reykur“.[1] Fossarnir eru hluti af tveimur þjóðgörðum; Mosi-oa-Tunya-þjóðgarðurinn sem er í Sambíu og Viktoríufossaþjóðgarðurinn í Simbabve. Fossarnir eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Victoria Falls“. World Digital Library. 1890-1925. Sótt 1. júní 2013.
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.