Lúsaka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lúsaka er stærsta borg og höfuðborg Sambíu. Hún stendur á hásléttu (í 1.400 metra hæð yfir sjávarmáli) sunnan megin í miðhluta landsins. Íbúar voru 1.640.000 talsins árið 2002.

Borgin var stofnuð af evrópskum landnemum árið 1905. Nafnið er dregið af nafni þorps sem áður stóð þar og hét Lusaaka eftir þorpshöfðingjanum. Vegna þess hve borgin var miðsvæðis, tók hún við af Livingstone sem höfuðborg bresku nýlendunnar Norður-Ródesíu árið 1935. Árið 1964 var hún gerð að höfuðborg sjálfstæðrar Sambíu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.