Merópis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merópis (gríska: Μεροπίς) er skálduð eyja sem kemur fyrst fyrir í skrifum gríska höfundarins Þeópomposar sem var uppi á 4. öld f.Kr. Merópis er háðsádeila á Atlantis Platons, eins og Sönn saga eftir Lúkíanos frá Samosötu er háðsádeila á Ódysseifskviðu. Lýsingin á Merópis er þannig eins og lýsingin á Atlantis, nema ýktari. Rit Þeópomposar er aðeins varðveitt í brotum.

Svissneski austurlandafræðingurinn Emil Forrer hélt því fram að Merópis gæti hafa verið til og verið grundvöllur tengsla milli gamla og nýja heimsins fyrir landafundina miklu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.