Merópis
Útlit
Merópis (gríska: Μεροπίς) er skálduð eyja sem kemur fyrst fyrir í skrifum gríska höfundarins Þeópomposar sem var uppi á 4. öld f.Kr. Merópis er háðsádeila á Atlantis Platons, eins og Sönn saga eftir Lúkíanos frá Samosötu er háðsádeila á Ódysseifskviðu. Lýsingin á Merópis er þannig eins og lýsingin á Atlantis, nema ýktari. Rit Þeópomposar er aðeins varðveitt í brotum.
Svissneski austurlandafræðingurinn Emil Forrer hélt því fram að Merópis gæti hafa verið til og verið grundvöllur tengsla milli gamla og nýja heimsins fyrir landafundina miklu.