Lílongve

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu Lílongve innan Malaví

Lílongve (enska Lilongwe) er höfuðborg Malaví. Borgin er í suð-vesturhluta landsins, vestan við Malaví-á. Árið 2008 voru íbúar borgarinnar 674.448 talsins, sem gerir hana aðra stærstu borg landsins, eftir Blantyre.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þorpið Lílongve byggðist upp á bökkum Malaví-ár og varð síðar miðja stjórnsýslu landsins á fyrri hluta 20. aldar, á þeim tíma sem landið var bresk nýlenda. Þjóðbrautir milli norður- og suður-hluta landsins fara um Lílongve og einnig vegurinn til Sambíu. Hún er því nokkuð vel staðsett með tilliti til samgangna. Árið 1975 fékk borgin formlega stjórnsýsluumráð landsins, en áður hafði borgin Zomba haft þau.