Mið-Austurlönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Heimskort sem sýnir staðsetningu Mið-Austurlanda (græn).
Samsett gervihnattamynd sem sýnir Miðausturlönd

Mið-Austurlönd eða Miðausturlönd er heiti á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og Arabíuskaganum frá Rauðahafi í vestri að Persaflóa í austri. Svæðið inniheldur frjósama hálfmánann þar sem mörg stór menningarríki hafa risið í gegnum tíðina. Helstu tungumál sem töluð eru á svæðinu eru arabíska, persneska, hebreska, kúrdíska og tyrkneska.

Sumir kjósa að nota heldur heitið Suðvestur-Asía þar sem Mið-Austurlönd þykir miðast um of við sjónarhól Evrópubúa en oftast er þó ekki um samheiti að ræða.

Venjulega eru eftirfarandi lönd talin til Mið-Austurlanda:

Að auki eru Norður-Afríkuríkin og Afganistan oft talin til Mið-Austurlanda af menningarlegum og sögulegum ástæðum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.