Kákasus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elbrusfjall er hæsti tindur Kákasusfjalla.

Kákasus er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og inniheldur Kákasusfjöll og láglendið umhverfis þau. Almennt er að telja til Kákasus löndin Armeníu, Georgíu, Aserbaídsjan og norðurhlíðar fjallanna í Rússlandi: Krasnódar, Stavrópol og sjálfsstjórnarhéruðin Adygea, Kalmikía, Karasjaí-Sjerkessía, Kabardínó-Balkaría, Norður-Ossetía, Ingúsetía, Téténía og Dagestan.

Þrjú lönd á svæðinu gera tilkall til sjálfstæðis en eru ekki viðurkennd af alþjóðasamfélaginu: Abkasía, Nagornó-Karabak og Suður-Ossetía.

Landfræðilega er Kákasus hluti Asíu en er oft talið til Evrópu af sögulegum og menningarlegum ástæðum.