Pangea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pangea með núverandi heimsálfur merktar inn

Pangea eða Aljörð (úr grísku πᾶν pan, „allt“ og γῆ ge, „jörð“) var risameginland sem myndaðist seint á fornlífsöld fyrir um 300 milljónum árum og byrjaði að brotna upp á miðlífsöld fyrir um 175 milljónum árum síðan. Hafið í kringum Pangeu er kallað Panþalassa.

Rökin fyrir tilveru Pangeu eru annars vegar dýralíf, þar sem líkar eða sömu tegundir finnast í heimsálfum sem eru langt frá hverri annarri, og hins vegar hliðstæðir jarðfræðilegir þættir til dæmis í Afríku og Suður-Ameríku.

Pangea gliðnaði í sundur í þremur skrefum. Fyrst klofnaði hún frá Teþyshafi í austri að Kyrrahafi í vestri og myndaði risameginlöndin Lárasíu og Gondvana; síðan brotnaði Gondvana upp í nokkur minni lönd (Afríku, Suður-Ameríku, Indland, Suðurskautslandið og Ástralíu) á árkrítartímabilinu. Þriðja skiptingin varð á Nýlífsöld þegar Lárasía klofnaði og Norður-Ameríka og Grænland skildu sig frá Evrasíu.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.