Pangea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Pangea með núverandi heimsálfur merktar inn

Pangea eða Aljörð (úr grísku πᾶν pan, „allt“ og γῆ ge, „jörð“) var risameginland sem myndaðist seint á fornlífsöld fyrir um 300 milljónum árum og byrjaði að brotna upp á miðlífsöld fyrir um 175 milljónum árum síðan. Hafið í kringum Pangeu er kallað Panþalassa.

Rökin fyrir tilveru Pangeu eru annars vegar dýralíf, þar sem líkar eða sömu tegundir finnast í heimsálfum sem eru langt frá hverri annarri, og hins vegar hliðstæðir jarðfræðilegir þættir til dæmis í Afríku og Suður-Ameríku.

Pangea gliðnaði í sundur í þremur skrefum. Fyrst klofnaði hún frá Teþyshafi í austri að Kyrrahafi í vestri og myndaði risameginlöndin Lárasíu og Gondvana; síðan brotnaði Gondvana upp í nokkur minni lönd (Afríku, Suður-Ameríku, Indland, Suðurskautslandið og Ástralíu) á árkrítartímabilinu. Þriðja skiptingin varð á Nýlífsöld þegar Lárasía klofnaði og Norður-Ameríka og Grænland skildu sig frá Evrasíu.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.