Sínaískagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sínaí-skagi, með Súesflóa vinstra megin og Akabaflóa hægra megin.

Sínaískagi (arabíska: شبه جزيرة سيناء, Shibh Jazirat Sina) er þríhyrndur skagi sem skagar út í Rauðahaf og tilheyrir Egyptalandi. Hann afmarkast af Miðjarðarhafinu í norðri, Súesflóa og Súesskurðinum í vestri og Akabaflóa og landamærum Egyptalands og Ísraels í austri. Sínaí-skagi er sá hluti Egyptalands sem tilheyrir Suðvestur-Asíu, en aðrir hlutar landsins eru í Norður-Afríku.

Skaginn er að mestu leyti eyðimörk. Á suðurhluta skagans er Sínaí-fjall þar sem Móses tók samkvæmt Biblíunni við steintöflum með boðorðunum tíu.

Sigdalurinn mikli liggur austan megin við skagann.