Austurlönd nær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd sem sýnir löndin fyrir botni Miðjarðarhafs.

Austurlönd nær er almennt notað sem heiti á svæði í Suðvestur-Asíu sem nær yfir botn Miðjarðarhafs (Ísrael, Jórdaníu, Sýrland og Líbanon), AnatólíuTyrklandi) og Mesópótamíu (Írak og austurhluti Sýrlands) og írönsku hásléttunaÍran).

Þótt Egyptaland sé að stærstum hluta í Norður-Afríku, er það almennt talið hluti austurlanda nær.

Þetta svæði skarast að stórum hluta við það svæði sem kallað er Mið-Austurlönd.