Hargeisa
Hargeisa (sómalska: Hargeysa; arabíska: رجيسا, „litla Harar“) er borg í sómalska héraðinu Woqooyi Galbeed. Hún er höfuðborg sjálfstæða landshlutans Sómalílands. Borgin er önnur stærsta borg Sómalíu á eftir Mógadisjú með yfir milljón íbúa. Borgin situr í dal í Ógófjöllum og er í 1.334 metra hæð yfir sjávarmáli.