Þurrlendi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir þurrlendi Jarðar.

Þurrlendi, þurrt land, fast land eða einfaldlega land eru þeir hlutar af yfirborði Jarðar sem ekki eru undir yfirborði sjávar eða vatns. Þurrlendi þekur 29,2% af yfirborði Jarðar. Megnið af starfsemi mannsins fer fram á þurrlendi, eins og landbúnaður, föst búseta og nýting margra náttúruauðlinda. Uppruni lífs á Jörðinni var í sjónum og landplöntur og landdýr þróuðust út frá sjávargróðri og sjávardýrum.

Þar sem landið mætir sjónum eru strandsvæði. Skiptingin milli lands og sjávar er mönnum mjög mikilvæg. Lagaleg mörk geta verið breytileg eftir löndum. Hafræn mörk eru dæmi um pólitíska aðgreiningu. Í sumum tilvikum, eins og í votlendi, eru mörkin milli lands og sjávar óskýr. Mörkin geta líka verið breytileg eftir sjávarföllum og veðri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.