Jamestown (Sankti Helenu)
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/3/3a/View_of_central_Jamestown_from_the_top_of_Jacob%27s_Ladder.jpg/220px-View_of_central_Jamestown_from_the_top_of_Jacob%27s_Ladder.jpg)
Jamestown er bær á eyjunni Sankti Helenu í Atlantshafi og höfuðstaður breska handanhafssvæðisins Sankti Helenu, Ascension og Tristan da Cunha. Bærinn var stofnaður af Breska Austur-Indíafélaginu árið 1659. Napoleon Bonaparte bjó þar um stutt skeið í upphafi útlegðar sinnar 1815.
Íbúar í Jamestown eru rúmlega 600 talsins og fer fækkandi. Bærinn er ekki lengur stærsta byggðin á eyjunni.