Fara í innihald

Nígerfljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nígerfljót er stórt fljót í Vestur-Afríku. Það rennur 4000 km leið í hálfhring frá Gíneu, um Malí, Níger, Benín og Nígeríu þar sem það rennur um mikla ósa, sem voru nefndir Olíufljótin, út í Gíneuflóa. Vatnasviðið er rúmlega tvær milljónir ferkílómetra, líkt og Grænland. Nígerfljót er það þriðja stærsta í Afríku á eftir Níl og Kongófljóti. Stærsta hliðarfljótið er Benuefljót sem rennur frá Kammerún vestur til Nígeríu um 1400 km. Nígerfljót er fremur tært þar sem það rennur um svæði með gömlu bergi og litlu seti. Fljótið vex á hverju ári frá september til maí með hámarksrennsli í nóvember. Nígerfljót er óvenjulegt að því leyti að í því eru auka lægð eða árósar inni í miðri Nígeríu. Svæðið heitir Masina og þar flæmist fljótið um og myndar árstíðabundið votlendi, sem skapa kjöraðstæður fyrir ræktun og fiskveiðar. Um tveir þriðju af vatni fljótsins verður eftir í Masinalægðinni og vatnið sem kemur frá Benuefljótinu dugir ekki til að vega það upp.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.