Esvatíní

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Umbuso weSwatini
Kingdom of Eswatini
Fáni Esvatíní Skjaldarmerki Esvatíní
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Siyinqaba
(svatí: Við erum virkið)
Þjóðsöngur:
Nkulunkulu Mnikati wetibusiso temaSwati
Staðsetning Esvatíní
Höfuðborg Mbabane: stjórnsýsla
Lobamba: konungur og löggjafinn
Opinbert tungumál svatí og enska
Stjórnarfar Einveldi

Konungur Mswati 3.
Ndlovukati Ntombi drottning
Forsætisráðherra Themba N. Masuku
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 6. september 1968 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
157. sæti
17.363 km²
0,9
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
154. sæti
1.419.623
82/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 - Samtals 6,344 millj. dala (154. sæti)
 - Á mann 5.807 dalir (120. sæti)
VÞL (2013) 0.536 (141. sæti)
Gjaldmiðill lilangeni (SZL)
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .sz
Landsnúmer 268

Konungsríkið Esvatíní (einnig þekkt sem Svasíland) er landlukt smáríki í sunnanverðri Afríku með landamæriSuður-Afríku og Mósambík. Landið heitir eftir Svasímönnum. Undir lok 19. aldar gerði Suður-Afríska Lýðveldið í Transvaal tilkall til svæðisins, en náði ekki að leggja það undir sig. Eftir seinna Búastríðið varð landið að bresku verndarsvæði þar til það fékk sjálfstæði 6. september 1968.

Landið er eitt það minnsta í Afríku, aðeins 200 km langt og 130 km breitt. Það er þó landfræðilega fjölbreytt með svala hásléttu og þurrt og heitt láglendi. Íbúar eru aðallega Svasímenn sem tala svatí. Þeir stofnuðu konungsríkið um miðja 18. öld. Núverandi landamæri voru fest árið 1881.

Esvatíní er einveldi Mswati 3. konungs sem skipar bæði forsætisráðherra og nokkurn fjölda þingfulltrúa. Kosningar eru haldnar á fimm ára fresti til að skera úr um meirihluta á þinginu. Svasíland er í Afríkusambandinu og Breska samveldinu.

Efnahagur Esvatíní er fjölbreyttur og byggist á framleiðsluiðnaði, en þrír fjórðu íbúanna vinna samt sem áður við landbúnaðarframleiðslu fyrir heimamarkað sem einkennist af lítilli fjárfestingu og framleiðni. Gjaldmiðillinn, lilangeni, er festur við suðurafríska randið. Þrátt fyrir að Svasíland sé ekki meðal fátækustu ríkja álfunnar býr það við alvarleg heilbrigðisvandamál, fjórðungur fullorðinna er smitaður af HIV-veirunni og berklar eru einnig vandamál. Lífslíkur voru því aðeins um 50 ár árið 2013.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.