Kapphlaupið um Afríku


Kapphlaupið um Afríku var fólgið í síauknu tilkalli Evrópuþjóða til landsvæða í Afríku á síðari hluta nýlendutímans eða á tímabilinu frá 1880 til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1914.
Mikil spenna var búin að myndast á milli stórveldanna í Evrópu og var því haldin ráðstefna í Berlín sem hefur fengið heitið Berlínarfundurinn. Ráðstefnan var haldin 1884-1885 og mættu fulltrúar stórveldanna, en enginn fulltrúi frá Afríku var boðaður. Á ráðstefnunni var Afríku síðan skipt upp á milli þessara stórvelda.
Fyrir sjálft kapphlaupið var aðeins tíundi hluti Afríku undir stjórn Evrópubúa, í lok kapphlaupsins stóðu aðeins tvö ríki eftir sjálfstæð, Eþíópía og Líbería.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- „Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?“ á Vísindavefnum
