Gondvana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lárasía og Gondvana

Gondvana var risameginland sem varð til, ásamt Lárasíu, þegar Pangea klofnaði í norður- og suðurhluta fyrir 200-180 milljónum ára, á Miðlífsöld. Gondvana náði yfir öll þau meginlönd sem nú eru á suðurhveli jarðar (Afríku, Suður-Ameríku, Madagaskar, Suðurskautslandið og Ástralíu) auk Arabíu og Indlands sem nú hafa færst yfir á norðurhvelið.

Gondvana fór að gliðna sundur snemma á Júratímabilinu fyrir 184 milljón árum þegar austurhluta Gondvana tók að reka frá Afríku og Madagaskar. Suður-Atlantshafið varð til þegar Suður-Ameríku fór að reka frá Afríku fyrir um 130 milljón árum. Austur-Gondvana fór að gliðna sundur fyrir um 120 milljón árum þegar Indland tók að reka í norðurátt.

Heitið Gondvana er dregið af indverska héraðinu Gondvana (úr sanskrít: gondavanagondaskógur“).

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.