Mamoudzou
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/fc/R%C3%A9sidences_SIM_depuis_Mandzarisoa.jpg/220px-R%C3%A9sidences_SIM_depuis_Mandzarisoa.jpg)
Mamoudzou er höfuðborg frönsku eyjanna Mayotte í Indlandshafi. Hún stendur á aðaleyjunni, Grande-Terre og er þekkt sem Momoju á maore kómoreysku. Áður var höfuðborg eyjanna Dzaoudzi á Petite-Terre en Mamoudzou var gerð að höfuðborg árið 1977. Íbúar voru rúmlega 57 þúsund árið 2012.